fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Barnakassar eiga að koma í veg fyrir að yfirgefin börn verði úti

Hönnuðurinn var sjálf skilin eftir í æsku

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 5. maí 2016 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Foreldrar í Indiana-ríki Bandaríkjanna geta nú skilið börn eftir í sérstökum barnakössum sem komið hefur verið fyrir framan slökkviliðsstöðvar. Um er að ræða kassa sem koma í veg fyrir að börn sem foreldrar vilja ekkert með að hafa verði úti. AP-fréttaveitan greinir frá þessu.

Ríkið samþykkti lög um að koma þessum kössum fyrir í febrúar síðastliðnum og sagði þá Casey Cox, fulltrúi Repúblikanaflokksins, í viðtali að kassarnir væru eðlileg þróun á lögum um heimila foreldrum að skilja börn sín eftir á lögreglustöðvum, slökkviðliðsstöðvum og sjúkrahúsum án eftirmála. Slík lög eru í gildi í öllum ríkjum Bandaríkjanna en engu að síður verða þúsundir barna úti á hverju ári eftir að hafa verið yfirgefin.

Dawn Geras, formaður samtakanna ´Björgum yfirgefnu börnunum‘ í Chicago, sagði í samtali við fréttasíðuna Gawker að um 2.800 börn hafi fundist á löglegum stöðum frá árinu 1999 en 1.400 börn hafi fundist á víðavangi þar sem lífslíkurnar eru hverfandi.

Kassarnir sem Indiana-ríki hefur komið fyrir eru hannaðir af Monicu Kelsey, sjúkraliði sem var sjálf skilin eftir af móður sinni sem hafði verið nauðgað.

Monica hefur mikinn stuðning og hafa góðgerðarsamtök meðal annars greitt fyrir uppsetningu yfir 100 barnakassa en það eru ekki allir jafn ánægðir. Heilbrigðisyfirvöld í Indiana eru mótfallinn kössum af þessu tagi og segja engar rannsóknir liggja fyrir um að börn sem skilin eru eftir í þeim séu öruggar.

Monica segir hins vegar að kerfið geti varla orðið öruggara, kassinn læsist þegar barni er komið fyrir og í kjölfarið sé sent neyðarboð sem tryggi það að starfsmenn geti náð í barnið innan 5 mínútna. Það sé mun öruggara en að treysta á að mæðurnar eða feðurnir þori að skilja barnið eftir þar sem líkurnar séu góðar á það finnst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku