fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Gylfi bjargar árlega einu tonni af plasti frá því að vera grafið í jörðu

„Ég er með þetta magn á viku, hvað ætli Elko sé með?“

Kristín Clausen
Miðvikudaginn 25. maí 2016 16:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þegar þetta er komið inn í verklag fyrirtækja þá er þetta ekkert mál.“ Þetta segir Gylfi Gylfason eigandi Símabæjar en þar hefur starfsfólk flokkað plast sérstaklega frá öðrum úrgangi síðastliðin 10 ár. Hann segir þetta orðinn fastan vana og með því að vera með aðgengilega aðstöðu nærri starfsmönnum þá sjái þetta um sig sjálft.

Gylfa þykir sömuleiðis undarlegt að flokkun sem þessi sé ekki komin í lög. „Ég er með þetta magn á viku, hvað ætli Elko sé með?“

Á myndinni sem birtist hér að ofan má sjá plastmagnið sem starfsfólk Símabæjar flokkar frá öðru rusli á einni viku. Plastið vegur 3 til 4 kíló sem þýðir að á ársgrundvelli stoppar fyrirtækið um einn gám af plasti frá því að lenda í nokkur hundrað ára ferli niðurbrotnunar hér rétt utan við höfuðborgarsvæðið.

Gylfi Gylfason, eigandi Símabæjar
Gylfi Gylfason, eigandi Símabæjar Gylfi Gylfason, eigandi Símabæjar

Mikill hluti plastsins eru umbúðir utan af vörum sem fólk kaupir í versluninni. Gylfi segir ákveðna björgun því ekki eru allir að flokka. Hann segir að það skipti þó meira máli að koma í veg fyrir að plastið komi til landsins og sé því ekki framleitt yfirhöfuð.

„Þótt Símabær sé ekki stórt fyrirtæki þá eigum við viðskipti við mjög stóra erlenda birgja sem ég heimsæki árlega. Þeir hlusta á mig því ég stend sjálfur við búðarborðið og veit frá fyrstu hendi hve fólk er að verða meðvitaðra um óþarfa plastmengun.“

Símabær hefur að auki þróað eigin GSM veskjalínu. Með henni hefur Gylfa tekist að minnka plastúrgang fyrirtækisins um 20 til 30 prósent þar sem veskin eru ekki í umbúðum.

„Forsendurnar fyrir hinum nýju umbúðum voru ekki síst þær að um 95 prósent þeirra sem kaupa sér GSM veski skilja pakkninguna eftir, og það var ráðandi við hönnun pakkninga fyrir RealCases.“

Að auki notar fyrirtækir endurnotanlegar pakkningar fyrir smávörur. „Sú aðferð er ekki bara að spara rusl heldur flutning og orkubrennslu við flutning á ruslinu til landsins.“

Gylfi sér mikla möguleika þegar kemur að því að minnka notkun á plasti. „Verslunin í landinu er að flytja inn tonn eftir tonn plastúrgangi og það er nákvæmlega ekkert að því að kaupmenn séu gerðir ábyrgari en nú er.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla