fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fréttir

Sparisjóðurinn þarf að finna um 200 milljónir

Sparisjóður Suður-Þingeyinga þarf aukið eigið fé – Leitar til eigenda sjóðsins vegna kröfu FME

Ritstjórn DV
Mánudaginn 16. maí 2016 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auka þarf eigið fé Sparisjóðs Suður-Þingeyinga um nálægt 200 milljónir króna fyrir árslok 2018 svo sjóðurinn uppfylli auknar kröfur Fjármálaeftirlitsins (FME) um eiginfjárhlutfall. Stjórn sparisjóðsins var á aðalfundi í síðustu viku veitt heimild til að auka stofnfé hans um 140 milljónir. Vona stjórnendur sjóðsins að stofnfjárhöfum fjölgi en einnig að núverandi eigendur hans leggi honum til aukið fé. Gangi það ekki eftir þurfi sparisjóðurinn mögulega að taka víkjandi lán.

„Ef þetta gengur eftir þá nær það langleiðina upp í þessar 200 milljónir en auðvitað höfum við það ekki í hendi að héraðsbúar séu reiðubúnir að leggja í þetta 140 milljónir. Það er ekki eins og fólk sé með milljónir undir koddanum,“ segir Ari Teitsson, stjórnarformaður Sparisjóðs Suður-Þingeyinga, í samtali við DV.

Ari Teitsson segir aðalfund Sparisjóðs Suður-Þingeyinga hafa heimilað stofnfjáraukningu upp á 140 milljónir króna.
Stjórnarformaðurinn Ari Teitsson segir aðalfund Sparisjóðs Suður-Þingeyinga hafa heimilað stofnfjáraukningu upp á 140 milljónir króna.

Gagnrýnir „hörku“ FME

Samkvæmt nýbirtum ársreikningi sparisjóðsins barst stjórnendum hans bréf FME, þann 1. mars síðastliðinn, um ákvörðun stofnunarinnar um álagningu eiginfjárauka á fjármálafyrirtæki. Samkvæmt henni þarf eiginfjárhlutfall sjóðsins að hækka næstu ár þannig það nemi 18,7% frá 1. janúar 2019. Það var 13,2% í árslok 2015.

„Við ákváðum því á aðalfundi félagsins, sem haldinn var 2. maí, að auka stofnféð verulega. Við vonumst til þess að fá nýja stofnfjáraðila að sjóðnum. Það eru þegar um 250 stofnfjáraðilar en við viljum fjölga þeim verulega og svo treystum við á að þeir sem eru fyrir sjái sér hag í að efla og styrkja sjóðinn. Við höfum nú undanfarin ár greitt þokkalega vexti af stofnfé eða eðlilega ávöxtun,“ segir Ari.

Aðspurður hvort honum þyki líklegt að sjóðnum takist að safna alls um 200 milljónum bendir Ari á að sjóðnum sé einnig heimilt að taka víkjandi lán sem hægt sé að nota upp í eiginfjárkröfuna.

Það er ekki eins og fólk sé með milljónir undir koddanum.

„Við höfum aldrei þurft að nýta þá heimild. Við gerum nú ráð fyrir að það verði einhver hagnaður á hverju ári en ef okkur tekst ekki á næstu þremur árum að ná þessari aukningu þá er þessi möguleiki og varnagli fyrir hendi. Ég hef fulla trú á að okkur takist að leysa þetta mál með samstilltu átaki heimamanna. Það breytir ekki því að það er harka í þessu hjá FME og ekki gætt þess meðalhófs sem ætlast er til af löggjafanum.“

Skoðaði sparisjóðinn

Ari svarar aðspurður að ekki sé hægt að rökstyðja auknar eiginfjárkröfur með vísun í þá staðreynd að Sparisjóður Vestmannaeyja og AFL Sparisjóður, tveir stærstu sparisjóðir landsins á þeim tíma, hurfu af sjónarsviðinu á síðasta ári þegar í ljós kom að þeir þurftu á verulegu eiginfjárframlagi að halda. FME hafi í vetur skoðað lánasafn Sparisjóðs Suður-Þingeyinga og í kjölfarið gert alvarlegar athugasemdir við tæplega 1% þess.

„Að auki voru gerðar athugasemdir við tryggingar á ákveðnum lánum sem í heildina námu um 1–2% af útlánasafninu. Við svoleiðis aðstæður virðist ekki þörf fyrir 18,7% eigið fé. Svo eru allir bankar og sparisjóðir að borga í tryggingasjóð innstæðueigenda, sem á að tryggja innstæður ef illa fer. Í honum eru 20 milljarðar króna í dag. Sparisjóður Suður-Þingeyinga er búinn að borga í hann 100 milljónir og ef þannig færi að sjóðurinn reyndist ekki eiga fyrir innstæðum þá yrði skaðinn fyrst og fremst þeirra sem eiga hann og reka. Síðan eru gerðar mjög miklar kröfur um tryggingar fyrir öllum lánum. Þarna eru þrír öryggisventlar sem eru allir mjög harkalegir og tilkomnir af hruninu og svo eru menn hissa á því að vextir séu háir á Íslandi og rekstur þungur hjá fjármálafyrirtækjum. Það þarf mikið átak svo að fyrirtæki geti aukið eigið fé sitt um þriðjung á þremur árum,“ segir Ari.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði