Mikill vilji til þess að Sigmundur Davíð segi af sér sem þingmaður einnig
Mikill meirihluti svarenda í könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands vilja að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segi af sér sem þingmaður – eða 80%.
Sigmundur Davíð sagði af sér sem forsætisráðherra í vikunni eins og kunnugt er vegna tengsla við eignarhaldsfélagsins Wintris sem er á Bresku jómfrúreyjunum og kom fyrir í Panamaskjölunum.
Þá vilja 64% að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segi einnig af sér.
Þá eru 32% kjósenda Framsóknarflokksins frekar eða mjög hlynntir því að Sigmundur Davíð segi af sér.
Bjarni nýtur meiri stuðnings á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins, en 7% eru frekar eða mjög hlynntir að hann segi af sér sem ráðherra.
9% þeirra sem myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn eru frekar eða mjög hlynnt því að Ólöf Nordal segi af sér embætti innanríkisráðherra
Um helmingur svarenda könnunarinnar vilja að kosið verði strax. Þá vilja 26% kjósa í haust eins og til stendur samkvæmt loforðin nýrra ríkisstjórnar.
Hægt er að skoða könnunina hér.
Félagsvísindastofnun lagði nokkrar spurningar fyrir úrtak úr netpanel stofnunarinnar dagana 7. og 8. apríl 2016.
Svarendur voru 862.