fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Bandaríkjamaður dæmdur til 10 ára erfiðisvinnu í Norður-Kóreu

Kim Dong Chul sagður hafa stundað njósnir

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 29. apríl 2016 09:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa dæmt bandarískan ríkisborgara, Kim Dong Chul, til tíu ára erfiðisvinnu. Kim, sem er 63 ára, var dæmdur fyrir njósnir og er hann annar bandaríski ríkisborgarinn sem dæmdur er til erfiðisvinnu í landinu á þessu ári.

Kim þessi er fæddur í Suður-Kóreu og er hann sagður, samkvæmt frétt AP, hafa stundað viðskipti í Norður-Kóreu og haft búsetu í Kína og í Bandaríkjunum.

Kim viðurkenndi fyrir framan fjölmiðla í mars síðastliðnum að hafa unnið að því að stela ríkisleyndarmálum og stunda njósnir í Norður-Kóreu fyrir yfirvöld í Suður-Kóreu. Markmiðið hefði verið að grafa undan yfirvöldum í Norður-Kóreu. Allar líkur eru á að Kim hafi ekki átt margra kosta völ þegar hann var leiddur fyrir ríkisfjölmiðla Norður-Kóreu, handritið af blaðamannafundinum hafi verið skrifað fyrirfram. Hann var handtekinn í október síðastliðnum.

Leyniþjónusta Suður-Kóreu hefur þvertekið fyrir að Kim hafi stundað njósnir á þeirra vegum. Eins og greint var frá fyrir skemmstu var ungur Bandaríkjamaður, Otto Warmbier, dæmdur til fimmtán ára erfiðisvinnu í Norður-Kóreu fyrr á árinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum