fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Öll 18 mánaða börn fá boð um leikskólavist í Reykjavík

Svigrúm skapast vegna fækkunar barna

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 28. apríl 2016 14:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öll börn fædd í janúar og febrúar á árinu 2015 fá boð um að komast í leikskóla borgarinnar í ágúst. Þetta var ákveðið á fundi borgarráðs í morgun. Í tilkynningu frá borginni kemur fram að með þessu verði þau tímamót að öllum börnum 18 mánaða og eldri býðst leikskólavist frá og með haustinu, en reglur borgarinnar hafa miðast við að börn innritist á leikskóla árið sem þau ná tveggja ára aldri.

Þá segir Reykjavíkurborg í tilkynningu að svigrúm verði til að taka inn fleiri börn nú á haustmánuðum vegna barnafækkunar á milli ára og verða því um 200 börn yngri en tveggja ára innrituð.

„Töluvert var bætt við húsnæði leikskólanna þegar stóru fæðingarárgangarnir frá 2009 og 2010 náðu leikskólaaldri. Því verður aukarými í leikskólum borgarinnar þegar elsti árgangur leikskólabarnanna hefur grunnskólagöngu nú í haust.

Með því að taka inn yngri börn í leikskólana má nýta betur húsnæði, ná jafnvægi í starfsmannahaldi og bæta þjónustu við barnafjölskyldur með ung börn,“ segir í tilkynningunni.

Þá segir að framundan sé vinna innan borgarinnar við að greina tækifæri til að bjóða enn yngri börnum leikskólaþjónustu á komandi árum. „Stefna núverandi meirihluta borgarstjórnar er að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla m.a. með aðkomu ríkisins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Í gær

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum