fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Jón Baldvin: „Hvað er eiginlega að?“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Miðvikudaginn 27. apríl 2016 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirsögnin er yfirskrift pistils sem Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Alþýðuflokksins, birtir á Pressunni. Þar fer Jón Baldvin í saumana á bók Þór Saari, fyrrverandi alþingismanns. Þungamiðjan í bók Þórs, Hvað er eiginlega að þessu Alþingi, er að mati Jón Baldvins bæklað lýðræði og gagnrýni á stjórnmál sem eru undir hæl harðsvíraðra sérhagsmuna sem ráða því sem þeir vilja ráða. Ofan á bætist frændhygli hins hefðbundna ættarsamfélags. Afhjúpun spillingar er því fastur liður eins og venjulega. Það sýni Panamaskjölin.

Jón Baldvin telur upp nokkrar lausnir og verður hér aðeins stiklað á stóru. Grein Jóns má lesa í heild sinni á Pressunni. Jón skrifar:

,,Eina leiðin til að virða grunnregluna um jafnan atkvæðisrétt er sú að gera landið að einu kjördæmi. Þetta var alla tíð stefna Alþýðuflokksins. Með því að gera landið að einu kjördæmi væru skapaðar pólitískar forsendur fyrir skilvirkri byggðakjarnastefnu í stað fyrirgreiðslu við sérhagsmuni í krafti meirihlutaofbeldis.

Með landið eitt kjördæmi plús persónukjör næðist hvort tveggja, að draga úr flokksræði (formannavaldi) og hagsmunatogstreitu, sem endar í spillingu.

Réttur minnihluta þingmanna og lágmarkshlutfalls kjósenda (10-12%) til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um mikilvæg mál væri stórt skref fram á við til eflingar lýðræðis. Þetta mundi styrkja stöðu löggjafarsamkomunnar gagnvart framkvæmdavaldinu (ráðherraræðinu), sem nú er allsráðandi. Þetta gæti tekið stórmál úr gíslingu sérhagsmunahópa. Þjóðarviljinn kæmi í stað núverandi geðþóttavals forseta.

Dæmi: Í meira en tvo áratugi hefur mikill meirihluti þjóðarinnar lýst sig andvígan gjafakvótakerfinu og með því að binda þjóðareign á auðlindum í stjórnaskrá. Hvorugt hefur náð fram að ganga vegna ofurvalds sérhagsmuna. Þessu verður að breyta. Það ætti að vera efst á forgangslistanum, ásamt með nýrri stjórnarskrá.“

Frændur og frænkur fá störfin

Jón Baldvin segir að fyrir hálfri öld hafi hann gert könnun. Þar komst hann að því að 25 sýslumenn höfðu verið skipaðir í embætti af flokksbróður á vegum dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, 22 flokksbræður á vegum dómsmálaráðherra Framsóknarflokksins. Jón segir:

„Einn var óflokksbundinn, og einn var grunaður um að vera krati. Enn í dag koma dómarar nær eingöngu úr þessum tveimur flokkum,“ segir Jón og bætir við strax á eftir: „Þess eru dæmi, að allir helstu embættismenn ráðuneyta séu svarnir andstæðingar ráðherra, sem koma úr öðrum en þessum tveimur flokkum. Þetta er m.ö.o. flokksræðiskerfi (e. political nepotism) en ekki hæfnisstjórnun (e. meritocracy). Þetta er sama kerfi og viðgengst víða í einræðisríkjum og þriðjaheimsríkjum. Fyrirmyndir að mönnun stjórnsýslu á grundvelli hæfni má finna víða, ekki síst hjá Bretum.“

V-stjórnin (2009-2013) mislagðar hendur

Jón Baldvin segir að sú ríkisstjórn, Samfylking og VG, sem var við völd árin 2009-2013 hafi fengið það verkefni að reisa þjóðfélagið úr rústum frjálshyggjunnar. Sumt hafi hún gert ágætlega og lagt grunn að efnahagsbata.

„En vinstristjórninni, og flokkunum sem að henni stóðu, voru mislagðar hendur um stóru málin, sem skiptu sköpum fyrir framtíðina: Skuldavanda heimilanna, auðlindagjald fyrir einkarétt á nýtingu sjávarauðlindarinnar, endurreisn bankakerfis á sama grunni og áður og uppgjöf og klúður við að framfylgja þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá, sem legði grunn að nýju og heilbrigðara samfélagi.“

Afleiðingin er mesti kosningaósigur lýðveldissögunnar, segir Jón og bendir á að Samfylkingin hafi síðan þá verið í sárum. Vinsældir Katrínar jakobsdóttur dugi ekki til að lífga Vg við.

Hvað er til ráða?

Þór Saari er í bók sinni með tillögur að úrbótum. Jón Baldvin raðar þeim upp í annarri röð og segir meðal annars að hann vilji að starfstími þingsins verði lengdur til að koma í veg fyrir fljótfærni og flumbrugang í tímaþröng.

(1) Ný stjórnarskrá. Förum að fordæmi Frakka. Endurreisum lýðveldið á traustum grundvelli lýðræðis með stjórnfestu. Einn maður eitt atkvæði. Landið eitt kjördæmi. Persónukjör gegn flokksræði.

(2) Þjóðaratkvæði. Tiltekinn minnihluti þingmanna og lágmarkshlutfall kjósenda fái stjórnarskrárvarinn rétt til að vísa málum í þjóðaratkvæði. Þar með nást stórmál, sem varða almannahagsmuni, úr gíslingu sérhagsmuna. Alþingi losnar undan málþófsáráttu í tíma og ótíma. Lýðræði með skilvirkni.

(3) Gegn ráðherraræði. Þingmenn sem verða ráðherrar víki af þingi, og varamenn taki sæti þeirra. Þetta styrkir löggjafarsamkomuna, þingræðið gegn ráðherraræðinu. Getur stuðlað að vali ráðherra utan þings á grundvelli sérfræðiþekkingar eða árangurs í forystuhlutverkum í atvinnulífi og stjórnun.

Hér má lesa pistil Jóns Baldvins í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Í gær

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum