fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Fréttir

Jenný fær viku til að koma sér út: „Ég fer ekki fet fyrr en ég finn húsnæði“

Leigði íbúð í húsinu sem var selt á nauðungaruppboð – Dótturfélag Seðlabankans „hart í horn að taka“

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 27. apríl 2016 09:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég fer ekki fet fyrr en ég finn húsnæði,“ segir Jenný Jóakimsdóttir, íbúi á Suðurgötu í Hafnarfirði, sem hefur verið gert að yfirgefa íbúð sína innan viku, að kröfu nýs eiganda.

Jenný skrifaði um málið á Facebook og hefur færsla hennar vakið mikla athygli. RÚV fjallaði um efni hennar í gær. Þar kemur fram að nýr eigandi íbúðarinnar, eignarhaldsfélag Hilda, sem er dótturfélag Seðlabankans, hafi eignast íbúðina sem Jenný býr í á nauðungaruppboði fyrir skemmstu.

Jenný tekur fram í færslu sinni að hún hafi verið með þinglýstan húsaleigusamning og hún hafi vitað af fyrirhugðu uppboði á föstudegi. Á mánudeginum fór svo uppboðið fram í stofunni heima hjá henni, að sögn Jennýjar.

Hún fékk í kjölfarið bréf þar sem fram kom áskorun þess efnis að hún myndi yfirgefa íbúðina í ljósi þess að kominn væri nýr eigandi. Í bréfinu, sem er dagsett 22. apríl, segir orðrétt: „Verði áskorun þessari ekki sinnt innan 7 daga frá áskorun þessari verður beðið um útburð án frekari viðvörunar í samræmi við 78. Grein laga um aðför nr. 90/1989.“

Í Facebook-færslunni segir Jenný að hún hafi borið málið undir lögfræðinga en hún hafi engan rétt þar sem allar kvaðir á eignir falla niður við uppboð, þar með taldir þinglýstir húsaleigusamningar.

„Minn samningur var ótímabundin og ég hef leigt hér síðan í janúar 2010. Ef ekki væri fyrir þetta uppboð, hefði ég átt rétt á eins árs uppsagnarfresti á samning. Þrír aðrir leigjendur í húsinu, sem voru ekki með þinglýstan samning fengu sama bréf og ég. Væri ekki nær að gefa manni smá frest, það er algjörlega vonlaust í dag að finna sér leiguíbúð á einni viku,“ segir Jenný.

Hún er því í þeirri stöðu að eiga yfir höfði sér útburð innan nokkurra daga og auglýsir hún í lok færslunnar eftir íbúð handa sér, dóttur sinni sem er á þriðja aldursári og syni sínum sem er nítján ára. Hún hefur borgað 165 þúsund krónur á mánuði og segist reiðubúin að gera það áfram.

Í frétt RÚV í gærkvöldi var rætt við Hólmstein Brekkan, framkvæmdastjóra Leigjendasamtakanna, sem sagði að þetta væri ekki einsdæmi og að eignarhaldsfélagið Hilda sé sérstaklega hart í horn að taka. „Þeir eru sérlega eftirgangssamir og harðir á því að fleygja fólki út. Þegar íbúð er seld á nauðungaruppboði þá er þetta undanþága frá húseigendalögum. Nýr eigandi er lögmætur eigandi og samningar falla burt,“ segir Hólmsteinn.

DV leitaði eftir viðbrögðum Hildu ehf. vegna máls Jennýjar, en fékk þær upplýsingar að enginn væri á staðnum til viðtals um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Minnst sjö hafa kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti

Minnst sjö hafa kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Staksteinar gera stólpagrín að borgarfulltrúa Pírata

Staksteinar gera stólpagrín að borgarfulltrúa Pírata
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér