fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Helgi Hrafn ósammála Guðna: „Ekkert meira í „liði“ Sjálfstæðisflokksins heldur en VG“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Föstudaginn 22. apríl 2016 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hvað finnst ykkur um að velja þennan sem forseta,“ er spurt á Pírataspjallinu og vitnað í Guðna Th. Jóhannesson prófessor í sagnfræði. Eyjan fjallar um málið en í viðtali við DV sagði Guðni:

„Með fullri virðingu fyrir Pírötum held ég að þeim muni ekki haldast á öllu því fylgi sem þeir fá í skoðanakönnunum og ég held að þeir geri sér grein fyrir því.“

Þá bætti Guðni við að Píratar yrðu líka að læra að stjórna. Orðrétt sagði hann:

„Það er eitt að kjósa Pírata, róttækan umbótaflokk, í skoðanakönnunum og annað að setja X við flokkinn í kosningum, aftur með fullri virðingu fyrir því hugsjónafólki sem er í flokknum og vill bara bæta heiminn. En Píratar verða líka að læra að stjórna og vera í samsteypustjórnum. Landið steypist ekki þótt Píratar fái fjölda þingmanna. Ég hef til dæmis heyrt góða og gegna sjálfstæðismenn segja að Helgi Hrafn gæti vel verið í þeirra liði.“

Ásta Guðrún Helgadóttir þingmaður Pírata tjáir sig um ummælin og segir að gagnrýnin sé fín og eigi rétt á sér.

Annar þingmaður Pírata, Helgi Hrafn Gunnarsson, segist kunna meta álit Guðna:

„ … en það er ekki rétt að Píratar þurfi að læra að stjórna landinu, vegna þess að það er ekki sjálfgefið að við séum í ríkisstjórn með því að vera með marga þingmenn.“ Helgi bætir við:

„Ég er ekkert meira í „liði“ Sjálfstæðisflokksins heldur en Vinstri Grænna. Ég gæti gagnrýnt báða flokka algerlega í döðlur, en það hindrar mig ekki í að vinna með fólki úr þeim flokkum að sameiginlegum markmiðum, sem eru mörg í báðum tilfellum.“

Björn Leví Gunnarsson, varaþingmaður Pírata, kveðst sammála Guðna að vissu leyti.

„Eitt sem Píratar kunna sem Guðni áttar sig kannski ekki á – er einmitt hvað þarf ekki að gera. Eða hvað aðrir geta gert betur. Píratar eru að fara að bjóða sig fram til alþingis. Ekki ríkisstjórnar. Það getur vel verið að einhverjir innan Pírata væru snillingar í ríkisstjórn (kannski meira að segja allir), en markmiðið er alþingi. Það væri mjög fræðandi og auðmýkjandi að hafa ríkisstjórn sem hefur ekki meirihluta á alþingi og þyrfti að haga sér faglega.“

Hér má lesa viðtalið við Guðna í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Í gær

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum