fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Ingibjörg Pálma: Fjölmiðlafyrirtækið 365 ekki með tengsl við aflandsfélög

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Miðvikudaginn 20. apríl 2016 18:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef verið búsett erlendis til fjölda ára. Þar af leiðandi er ég skattgreiðandi á Íslandi einungis að því leyti sem tekur til minna persónulegra eigna, fyrirtækja og tekna innanlands. Það hefur löngum verið ljóst að ég hef stundað viðskipti erlendis, og er það ekkert launungarmál, og í gegnum það tengst fjölda félaga erlendis, sem í einhverjum tilvikum kunna að flokkast sem aflandsfélög,“ segir Ingibjörg Pálmadóttir, aðaleigandi fjölmiðlafyrirtækisins 365 í samtali við DV.

DV.IS hefur sent fyrirspurnir á fólk úr atvinnulífinu um tengsl þeirra við aflandsfélög í tilefni af birtingu svonefndra Panama-skjala. Ingibjörg segir í svari sínu að umsvif sín hafi margoft komið fram í opinberri umræðu og geti ekki talist til nýrra tíðinda. „Ávallt hefur verið staðið í skilum með skatta og gjöld af þessum félögum mér tengd,“ segir hún.

„Varðandi eignarhald mitt í 365 miðlum, þá er það m.a. í gegnum eignarhaldsfélagið Moon Capital í Luxemborg og einnig í gegnum íslenskt félag.

Þetta hefur verið opinbert í mörg ár, og kemur fram á heimasíðu 365. Auk þess hefur þetta verið tilkynnt til Fjölmiðlanefndar í samræmi við fjölmiðlalög og birt á vef Fjölmiðlanefndar. Moon Capital hefur ekki tengsl við aflandsfélög,“ segir Ingibjörg Pálmadóttir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Fær 45 daga fyrir að ráðast á barnsmóður sína með stól og lemja hana í hnakkann

Fær 45 daga fyrir að ráðast á barnsmóður sína með stól og lemja hana í hnakkann
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kærðu deiliskipulag umdeilds hverfis í Garðabæ – Íbúar búast við skugga og hávaða

Kærðu deiliskipulag umdeilds hverfis í Garðabæ – Íbúar búast við skugga og hávaða
Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Langahlíð Guesthouse lokað og sextugsafmæli í uppnámi – Þekktur áhrifavaldur tók við hárri greiðslu og lætur ekki ná í sig

Langahlíð Guesthouse lokað og sextugsafmæli í uppnámi – Þekktur áhrifavaldur tók við hárri greiðslu og lætur ekki ná í sig
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði og maður lenti í sjónum

Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði og maður lenti í sjónum