fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Mikill erill hjá lögreglunni: Um 100 mál bókuð í nótt

Flaska brotinn á höfði manns í miðbænum – Slagsmál við Hallgrímskirkju – Fjöldi fólks stöðvað í umferðinni

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 7. febrúar 2016 09:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni voru um hundrað mál færð til bóka á tólf klukkustunda tímabili, eða frá klukkan 17 til 05. Flest málin tengdust hávaða og ölvun.

Meðal verkefna lögreglunnar í nótt má nefna hópslagsmál í Skeifunni, slagsmál við Hallgrímskirkju og líkamsárás á veitingahúsi í miðbæ Reykavíkur seint í nótt.

Þar braut maður flösku á höfði annars manns. Árásarþoli var í kjölfarið fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Árásarmaðurinn var handtekinn og vistaður i fangageymslu fyrir rannsókn máls.

Einn maður var svo handtekinn í Hafnarfirði um þrjú leytið í nótt, grunaður um innbrot og þjófnað í bifreiðar. Maðurinn var í annarlegu ástandi og var vistaður í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn máls. Við vistun fundust ætluð fíkniefni í sokk mannsins.

Að auki stöðvaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fjölda ökumanna í nótt. Þeir eru flestir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Þá voru þónokkir stöðvaðir vegna vörslu fíkniefna og fundust ætluð fíkniefni hjá nokkrum sem lögreglan stöðvaði í nótt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku