fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Geir fékk vinnu hjá Sports Direct: Lá andvaka nóttina fyrir fyrsta vinnudaginn

Hefur nýtt líf eftir áralanga fangelsisvist í Bandaríkjunum

Auður Ösp
Fimmtudaginn 11. febrúar 2016 22:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér finnst mjög skemmtilegt að geta gert eitthvað sem er alveg nýtt fyrir mér. Nú hef ég bara unnið hér í tvo daga og mér líst mjög vel á,“ segir Geir Gunnarsson sem hefur nú hafið störf hjá íþróttavöruversluninni Sports Direct. Geir sat í tæp 18 ár í öryggisfangelsi í Bandaríkjunum þar sem aðstæðurnar voru skelfilegar en flutti til Íslands eftir að hann losnaði í von að um geta hafið nýtt og betra líf.

Í samtali við Fréttatímann segir Geir að hann hafi verið andvaka aðfararnótt fyrsta vinnudagsins. „Ég vaknaði klukkan þrjú um nóttina, alltof spenntur,“ segir hann en hann vinnur í þjónustudeildinni og var á afgreiðslukassa fyrsta daginn.Þá segist hann hafa gripið til þess ráðs að skella sér í göngutúr um Elliðárdalinn á fimmta tímanum og var svo mættur galvaskur til vinnu um morguninn. Hér má lesa grein Fréttatímans í heild sinni

Þetta er fyrsta starf Geirs eftir að hann lauk afplánun í Greensville-öryggisfangelsinu í Virginíu í Bandaríkjunum í september í fyrra. Hlaut hann 20 ára dóm fyrir hættulega líkamsárás. Er þetta lengst afplánun sem Íslendingur hefur sætt. Í samtali við Kastljós síðasta haust sagðist hann hlakka mjög mikið til að lifa eðlilegu lífi, fá vinnu, eignast húsnæði og kynnast konu eftir að hafa dvalið svo árum skipti í fangelsi þar sem óttaðist allan tímann um líf sitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Í gær

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum