fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Fauk í Dag: Hefur óskað formlega eftir skýringum vegna pítsuveislunnar í Fellaskóla

Ellefu ára gömul stúlka fékk ekki pítsu þrátt fyrir að hafa boðist til þess að borga fyrir hana – engar undanþágur vegna stífrar reglugerar

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 11. febrúar 2016 10:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég skipti ekki oft skapi en viðurkenni það fauk hressilega í mig við að lesa þessa frétt í morgun,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur á Facebook-síðu sinni en hann hlekkjar á frétt Fréttablaðsins sem greindi frá því í morgun að ellefu ára gömul stúlka hefði ekki mátt kaupa sér pítsusneið vegna stífra reglugerða.

Sjá einnig: Fékk ekki að kaupa pítsusneið út af stífri reglugerð

Dagur er ómyrkur í máli og skrifar á Facebook: „Svona gerir maður ekki. Það hefur verið skýr sýn og stefna borgarinnar að engum sé vísað úr matarröðinni, hvorki vegna efnahags né annarra ástæðna. Þetta hefur líka ítrekað komið fram í upplýsingum úr skólunum að þannig sé á málum haldið.“

Dagur segir að hann taki þetta mál einnig sérstaklega nærri sér því Fellaskóli hafi verið í stórsókn undanfarin ár, „og ég er mjög stoltur af því starfi og árangri sem starfsfólk og stjórnendur, nemendur og fjölskyldur þeirra hafa skilað,“ segir Dagur.

„Við eigum að skapa samfélag fyrir alla og þar sem allir eru með. Það er sérstaklega mikilvægt í skólunum. Ef þetta er vafamál í einhvers huga þá eigum við að hnykkja á því.“

Dagur lýkur svo pistlinum á þeim orðum að hann hafi óskað í morgun formlega eftir skýringum á þessum fréttum frá Skóla- og frístundasviði.

Fréttirnar hafa einnig vakið mikla reiði á samfélagsmiðlum. Illugi Jökulsson, fjölmiðlamaður, gagnrýnir málið harkalega á Facebook síðu sinni og kallar eftir því að skólastjóranum, Sigurlaugu Hrund Svavarsdóttur, sé veitt áminningu vegna málsins.

Orðrétt sagði Illugi: „Þetta er ömurlegt á öllum sviðum – eins og ég vona að þurfi ekki að útskýra. Skólastjóranum Sigurlaugu Hrund Svavarsdóttur ætti að veita mjög alvarlega áminningu.“

(function(d, s, id) { var js, fjs = d.getElementsByTagName(s)[0]; if (d.getElementById(id)) return; js = d.createElement(s); js.id = id; js.src = „//connect.facebook.net/en_GB/sdk.js#xfbml=1&version=v2.3“; fjs.parentNode.insertBefore(js, fjs);}(document, ‘script’, ‘facebook-jssdk’));

Ég skipti ekki oft skapi en viðurkenni það fauk hressilega í mig við að lesa þessa frétt í morgun. Svona gerir maður…

Posted by Dagur B. Eggertsson on Thursday, 11 February 2016

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Í gær

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“