fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Ásmundur ósáttur við Pírata og vill kirkjuheimsóknir: „Ég vil að við stöndum vörð um kristna trú.“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Miðvikudaginn 7. desember 2016 15:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er orðin árleg jólahefð að landsmenn takist á um samskipti skóla við trú- og lífsskoðunarfélög. Það er oftast í tengslum við kirkjuferðir barna um jólin og vert er að minnast á frétt DV um Langholtsskóla frá því í fyrr þegar greint var frá því að árleg kirkjuferð yrði blásin af. Vísaði skólastjóri í reglur Reykjavíkurborgar. Óhætt er að segja að fréttin hafi vakið mikil og hörð viðbrögð.

Í umfjöllun DV kom svo fram að kirkjuheimsóknir skólabarna væru eingöngu bannaðar í Reykjavík. Bjarni Jónsson heldur hins vegar fram í samtali við Vísi að kirkjuheimsóknir eigi ekki að vera á skólatíma og heldur fram að skólum sé hvorki bannað að fara í kirkjuheimsóknir né halda jólatrésskemmtanir.

Sjá einnig: Hefðin http://www.dv.is/frettir/2015/11/19/hefdin-rofin-langholtsskoli-blaes-af-kirkjuferdir-fyrir-jolin/rofin

Tvær fréttir DV frá því í fyrra hafa farið aftur á flug á samskiptamiðlum, annars vegar frétt um að kirkjuheimsóknir í Langholtsskóla verið lagðar af og hins vegar frétt um að Píratar hvetji grunn og leikskóla borgarinnar til að fara ekki í kirkju um jólin. Þar sagði meðal annars:

„Með vísun í reglur Reykjavíkurborgar og grunnstefinu Pírata um borgararéttindi og friðhelgi einkalífs hvetur stjórn Pírata í Reykjavík skóla og leikskóla til að fara ekki í kirkjuheimsóknir í desember, líkt og tíðkast hefur. Teljum við að skólastjórnendur hafi ekki rétt til að setja börn og fjölskyldur þeirra í þá aðstöðu að þurfa að gera grein fyrir lífsskoðunum sínum og að það brjóti gróflega á friðhelgi allra skjólstæðinga skólakerfisins, ekki einungis þeim sem aðhyllast ekki hina kristnu meirihlutatrú.“

Ásmundur Friðriksson fjallar um kirkjuheimsóknir barna á Facebook-síðu sinni í dag. Þar greinir hann frá því að 1 til 4 bekkur Gerðaskóla hefði farið í heimsókn í Útskálakirkju að hitta prestinn.

„Presturinn, Bára Friðriksdóttir talar við börnin, spilar á gítar og syngur með þeim. Þetta er liður í undirbúningi jólanna og börnin fá að kynnast boðskap jólanna. Í Reykjavík er skólum bannað að fara með börnin í kirkjur eða halda jólatrésskemmtanir eins og einhver skaðist af því. „Ég vil að við stöndum vörð um kristna trú.“

Sjá einnig: Bara í Reykjavík

Þá segir Ásmundur í samtali við DV:

„Ég veit að skólastjórnendur hafa verið hvattir til að fara ekki með börn í skóla og það er verið að ýta kristnum gildum út úr skólunum. Það hefur enginn skemmst af því að heyra fallegan boðskap kristninnar, mér sýnist ekki veita af því á þessari tölvuöld þar sem allt gengur út á tölvuleiki þar sem unga fólkinu er kennt að drepa hvort annað. Það mætti beina því á aðrar brautir,“ segir Ásmundur í samtali við DV: „Við höfum gott að því að hlusta á eitthvað fallegt og gott og þetta er góður sigur og við eigum að passa upp á kristin gildi. Þeir sem hafa verið að sækja moskur skammast sín ekki fyrir sína trú og mér finnst að við kristnir menn eigum ekki að gera það heldur.“

Þá finnst Ásmundi skammarlegt að Píratar hafi talað gegn þessum heimsóknum.

„Mér finnst þetta ekki við hæfi. Það er þetta sem fólk finnur fyrir að verið sé með ráð og dáð að reyna koma í veg fyrir að kristin gildi séu höfð í heiðri. Ég mun berjast fyrir því að þeim verði haldið í heiðri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Í gær

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Í gær

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd