fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Rauði krossinn og utanríkisráðuneytið styðja við suður-súdanskt flóttafólk

Kristín Clausen
Mánudaginn 5. desember 2016 11:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rauði krossinn á Íslandi, með stuðningi utanríkisráðuneytisins, kemur til með að styðja við suður-súdanskt flóttafólk í Úganda með fjárstuðningi sem nemur 20 milljónum íslenskra króna. Um er að ræða stuðning við fólk sem dvelur í Bidibidi-flóttamannabúðunum í Yumbe-héraði í norðurhluta Úganda.

Alvarlegt ástand

Stuðningurinn er svar við neyðarkalli Alþjóðasambands landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans (IFRC) sem barst í lok ágúst á þessu ári. Einnig hafa fimm sendifulltrúar starfað á átakasvæðum í Suður-Súdan á rúmu ári til að bregðast við neyðarástandi vegna borgarastyrjaldarinnar þar í landi.

Alvarlegt ástand hefur myndast í Úganda vegna borgarastyrjaldar í Suður-Súdan sem hefur nú staðið yfir í rétt þrjú ár. Talið er að allt að 300 þúsund manns hafa fallið í átökunum og eru hátt í tvær milljónir á flótta vegna þeirra. Þúsundir hafa flúið suður yfir landamærin til Úganda þar sem stjórnvöld eru illa í stakk búin til að taka við miklum straumi flóttafólks.

Framlag Rauða krossins og utanríkisráðuneytisins veitir rúmlega 11 þúsund einstaklingum nauðsynlega og lífsbjargandi mannúðaraðstoð. Þar á meðal má nefna aðgang að hreinu vatni og dreifingu hreinlætispakka, aðgangur að neyðarskýlum, aðgangur að heilsugæslu til að takmarka heilsufarslega áhættuþætti.

Rauði krossinn á Íslandi hefur undanfarið ár sent fimm sendifulltrúa til átakasvæða í Suður-Súdan til að bregðast við neyðarástandi sem myndast hefur vegna borgarastyrjaldarinnar. Um þessar mundir eru tveir sendifulltrúar staddir í Suður-Súdan, þær Elín Jakobína Oddsdóttir og Hólmfríður Garðarsdóttir.

Starfa í dreifbýlishéruðum

Elín er skurðhjúkrunarfræðingur og hefur mikla reynslu af sendifulltrúastörfum fyrir Rauða krossins. Hennar fyrsta sendiför var til Haítí í kjölfar jarðskjálftans sem varð árið 2010. Síðan þá hefur hún einnig starfað á átakasvæðum, þar á meðal í Palestínu árið 2014 og í Jemen árið 2015. Hún hefur áður starfað í Suður-Súdan, síðast árið 2014.

Hólmfríður er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir og einn reynslumesti sendifulltrúi Rauða krossins. Hún hefur starfað að lengri og styttri verkefnum á vegum félagsins í rúmlega 20 ár. Þar á meðal má nefna störf á vettvangi í kjölfar vopnaðra átaka í Afganistan, Bosníu, Tansaníu, Íran og Írak en auk þess hefur hún verið send til starfa vegna neyðarástands í kjölfar náttúruhamfara.

Þær Elín og Hólmfríður hafa verið við störf síðan í byrjun október en fyrir algera tilviljun starfa þær í sama neyðarteymi sem var sent frá Juba, höfuðborgar Suður-Súdans, til að starfa í dreifbýlishéruðum við landamærum landsins við Eþíópíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum