fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Þriðja fjölmennasta lýðræðisríki heims gæti bannað kynlíf utan hjónabands

Hæstiréttur Indónesíu skoðar nú mögulegar stjórnarskrárbreytingar

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 27. október 2016 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mannréttindasamtök í Indónesíu og víðar hafa varað við hugsanlegum afleiðingum stjórnarskrárbreytinga sem nú eru til umfjöllunar hjá Hæstarétti landsins. Samkvæmt þeim verður kynlíf utan hjónabands bannað með lögum.

Indónesía er þriðja fjölmennasta lýðræðisríki heims með 260 milljónir íbúa. Meirihluti íbúa Indónesíu eru múslimar og hafa íhaldsmenn í trúmálum lengi barist fyrir breyttri stjórnarskrá í þessa veru. Að því er Washington Post greinir frá er það í höndum Hæstaréttar landsins að taka ákvörðun um þetta og er búist við niðurstöðu á næstu vikum.

Mannréttindasamtök hafa, eins og að framan greinir, varað við hugsanlegum afleiðingum þessara breytinga. Bannið myndi þýða að samkynhneigðir einstaklingar mættu ekki stunda kynlíf þar sem hjónabönd samkynhneigðra eru ekki leyfileg í landinu. Þá eru milljónir einstaklinga í óvígðri sambúð í landinu.

„Það liggur í augum uppi að breyting í þessa veru gæti endað með stórslysi,“ segir Tunggal Pawestri, talskona mannréttindasamtaka sem lýst hafa sig mótfallin breytingunni. Í frétt International Business Times hafa níu dómarar við Hæstarétt landsins þegar lýst yfir stuðningi við breytinguna.

Undanfarnar vikur hefur málið verið til meðferðar fyrir Hæstarétti landsins og hafa fjölmargir sérfræðingar verið kallaðir til, bæði þeir sem eru fylgjandi breytingunni og andvígir henni. Einn þeirra sem kallaður hefur verið til benti á að indónesísku samfélagi stafi ógn af samkynhneigðum. Hann sagði einnig að lögleiðing hjónabanda samkynhneigðra í Bandaríkjunum væri afleiðing samsæris lítils hóps gyðinga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Í gær

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum