fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Kokkalandsliðið vann til fernra verðlauna

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 26. október 2016 13:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kokkalandsliðið fékk gullverðlaun, tvenn silfurverðlaun og bronsverðlaun á Ólympíuleikunum í matreiðslu sem fram fóru í Þýskalandi. Singapúr var sigurvegari Ólympíuleikanna í samanlögðum stigum, Finnland varð í öðru sæti og Sviss í þriðja sæti. Á leikunum er keppt í mörgum greinum og var Ísland í 3. sæti landsliða í eftirréttum “Culinary Pastry Art”.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá kokkalandsliðinu.

Þar segir að íslenska liðið hafi unnið silfurverðlaun fyrir heita matinn á leikunum eftir frammistöðu sína í keppninni í gærkvöldi. Kokkalandsliðið hafði 6 klukkustundir til að matreiða þriggja rétta máltíð fyrir dómara og 110 gesti.
Þráinn Freyr Vigfússon, þjálfari liðsins, kveðst vera ánægður með árangur liðsins og liðið hafi lagt mikið á sig í aðdraganda keppninnar:

„Við erum mjög ánægð með þennan árangur. Liðið stóð sig vel í keppninni í gær og silfurverðlaunin staðfesta að við erum með mjög sterkt og vel æft lið sem vinnur vel saman. Við höfum lagt áherslu á að nota hágæða íslenskt hráefni. Þetta hefur fallið vel í kramið hjá dómurunum. Í dómgæslunni er ekki bara bragð, útlit, samsetning og hráefnisval metið heldur er einnig tekið mið af fagmennsku við undirbúning og hvernig liðið vinnur saman að matargerðinni í keppniseldhúsinu. Í þeim þáttum stóð liðið sig einnig vel,“ segir Þráinn í tilkynningunni.

Hann segir mikilvægt fyrir Kokkalandsliðið að hafa öfluga aðila sem styðja við bakið á liðinu og eru liðsmenn þess þaklátir þeim bakhjörlum sem staðið hafa þétt bakið á liðinu. „Við erum að keppa við fjölmennar þjóðir sem leggja mikið undir og því er árangurinn sem við náðum enn eftirtektarverðari. Þessi glæsilegi árangur liðsins gefur okkur möguleika á að efla liðið enn frekar fyrir næstu keppnisþátttöku,” segir Þráinn.

Í Kokkalandsliðinu eru: Hafliði Halldórsson framkvæmdastjóri liðsins, Þráinn Freyr Vigfússon þjálfari, Bjarni Siguróli Jakobsson fyrirliði, Björn Bragi Bragason forseti KM/framkvæmdastjórn, Steinn Óskar Sigurðsson liðsstjóri, Jóhannes Steinn Jóhannsesson liðsstjóri, Fannar Vernharðsson, Ylfa Helgadóttir, Hafsteinn Ólafsson, Axel Clausen, Garðar Kári Garðarsson, Hrafnkell Sigríðarson, Atli Þór Erlendsson, Sigurður Ágústsson, Georg Arnar Halldórsson og María Shramko.

Íslenska kokkalandsliðið ásamt aðstoðarmönnum.
Öflugur hópur Íslenska kokkalandsliðið ásamt aðstoðarmönnum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum