fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Arna Ýr fer heim: „Ég ætla að standa uppi fyrir sjálfri mér, öllum konum og íslensku þjóðinni“

Forsvarsmenn Miss Grand International sögðu hana of feita

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 23. október 2016 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég ætla að standa uppi fyrir sjálfri mér, öllum konum og íslensku þjóðinni. Ég ætla ekki að láta segja mér að ég hafi of mikla fitu utaná mér til þess að vera flott uppi á sviði. Ég er hætt.“ Þetta skrifar fegurðardrottningin Arna Ýr Jónsdóttir sem er stödd í Las Vegas þar sem hún ætlaði að keppa í fegurðarsamkeppninni Miss Grand International.

Fyrir tveimur dögum gagnrýndi Arna Ýr forsvarsmenn keppninnar fyrir að segja hana of feita. Hún sagði frá því hvernig henni var bannað að fá sér hádegismat og var stöðvuð þegar hún ætlaði að fá sér hnetur og sagt að þær væru ekki fyrir hana.

Í gær lýsti Arna því yfir að um misskilning hafi verið að ræða og skipuleggjendur keppninnar væru miður sín, misskilningurinn hefði orsakast vegna tungumálaörðugleika hjá starfsfólki keppninnar. En nú er komið á daginn að enginn misskilningur átti sér stað.

„Þetta var ekki misskilningur heldur var mér sagt að segja það og ég sé hrikalega eftir því,“ skrifar Arna á facebook. Að lokum þakkar Arna fyrir stuðninginn og segist fara heim sem sigurvegari og stoltasti Íslendingur í heimi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Segir að Ágúst Ólafur verði yfirfrakki Samfylkingar á ráðherra Flokks fólksins – „Algjör nýlunda“

Segir að Ágúst Ólafur verði yfirfrakki Samfylkingar á ráðherra Flokks fólksins – „Algjör nýlunda“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“
Fréttir
Í gær

Nýtt ofurflugskeyti Úkraínumanna dregur til Moskvu

Nýtt ofurflugskeyti Úkraínumanna dregur til Moskvu
Fréttir
Í gær

Rússland sagt ramba á barmi bensínkrísu

Rússland sagt ramba á barmi bensínkrísu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs