fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Fréttir

Segir krónuna stöðugustu mynt heims

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 6. janúar 2016 12:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir verðtryggða íslenska krónu „sterkasta og stöðugasta“ gjaldmiðil heims. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun og Eyjan.is greinir meðal annars frá.

Forsætisráðherrann segir það að hann skilji þess vegna ekki hvers vegna vextir á verðtryggða krónu eru jafn háir og raun ber vitni.

Sigmundur Davíð var mættur í Bítið í Bylgjunni til að ræða landsmálin. Barst talið að háu vaxtastigi á Íslandi og tók forsætisráðherra undir með þáttastjórnendum að vextir á Íslandi eru of háir.

„Menn segja: „Er þetta ekki bara krónunni að kenna?“ Þá bendi ég á, eins og fleiri hafa nú bent á, við erum í rauninni með sterkasta og stöðugasta gjaldmiðil heims sem er verðtryggða krónan (…) í höftum. Það er að segja, þegar menn lána út í annarri mynt, evru, Bandaríkjadollar, Kanadadollar eða einhverju öðru, þá vita þeir ekki hvernig sú mynt sveiflast. Þeir vita ekki hvernig verðbólgan verður, þeir vita þar af leiðandi hversu mikið þeir fá greitt tilbaka. En þeir setja einhverja vexti á lánið til þess að reyna að hafa upp í hugsanlega verðbólgu og jafnvel ná smá raunávöxtun.

Með verðtryggðu krónunni séu þessar áhyggjur óþarfar vegna þess að tryggt er að öll verðmætin komi til baka og svo vextir ofan á það.“

Og Sigmundur hélt áfram:

„Hvað ef við tækjum til dæmis upp Kanadadollar sem er eitt af því sem menn hafa velt fyrir sér. Þá gætirðu spurt þig, ef þú værir hér á Íslandi að lána annars vegar í verðtryggðri íslenskri krónu eða í nýju myntinni, Kanadadollar. Á hvora myntina myndir þú setja hærri vexti? Hvor myntin er óöruggari? Það er Kanadadollarinn. Í rauninni ætti hann þá að bera hærri vexti heldur en verðtryggða krónan. Þannig að það er eitthvað að í kerfinu hérna annað en bara krónan þegar að meira að segja stöðugasta mynt heims, verðtryggða krónan, er með svona háa vexti ofan á verðtrygginguna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“
Fréttir
Í gær

Hinn grunaði er starfsmaður Múlaborgar

Hinn grunaði er starfsmaður Múlaborgar
Fréttir
Í gær

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“
Fréttir
Í gær

Stefán Kristjánsson látinn

Stefán Kristjánsson látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Haraldur rifjar upp ótrúlega atburðarás frá Twitter-tímanum – „Lausnin var mjög gölluð og takmörkuð“

Haraldur rifjar upp ótrúlega atburðarás frá Twitter-tímanum – „Lausnin var mjög gölluð og takmörkuð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðir kennir meintum mistökum Landspítalans um miklar kvalir sínar en fær engar bætur

Móðir kennir meintum mistökum Landspítalans um miklar kvalir sínar en fær engar bætur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur er áhyggjufullur – Segir þetta geta verið síðustu aðvörunina til Evrópu áður en stórstyrjöld við Rússland brýst út

Sérfræðingur er áhyggjufullur – Segir þetta geta verið síðustu aðvörunina til Evrópu áður en stórstyrjöld við Rússland brýst út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

WhatsApp-pabba stefnt fyrir dóm – Móðirin telur sig hæfari vegna „sinna persónulegu eiginleika“

WhatsApp-pabba stefnt fyrir dóm – Móðirin telur sig hæfari vegna „sinna persónulegu eiginleika“