fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Fréttir

Hildur boðar forsetaframboð

Hildur Þórðardóttir ætlar að bjóða sig fram í sumar – „Einkunnarorð mín eru samvinna, skilningur, kærleikur, samkennd og auðmýkt“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 3. janúar 2016 16:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hildur Þórðardóttir, rithöfundur, hefur ákveðið að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands í næstu forsetakosningum. Frá þessu greindi Hildur á Facebook-síðu sinni fyrir skemmstu.

„Þá er komið að því. Ég ætla að bjóða mig fram til forseta í sumar. Bókin sem ég er að skrifa, Framtíð Íslands, er til stuðnings framboðinu og vitundarvakning fyrir almenning um hvað við erum að fara í gegnum sem þjóð.“

Hildur segir að íslenska þjóðin sé að fara í gegnum mikið breytingatímabil þessa áratugina og margt muni óhjákvæmilega breytast. Hún segir að það sé margt sem Íslendingar geti þó áorkað með réttri stefnu.

_ „Við viljum betra samfélag, jöfnuð, gagnsæi, réttlæti, náttúruvernd, samvinnu og meira vald til fólksins. Ég stend fyrir endurskoðun stjórnkerfisins, fleiri þjóðfundi og þjóðaratkvæðagreiðslur, aðskilnað framkvæmdavalds og löggjafarvalds, í stað þingræðis verði þjóðstjórn eða fagráðherrar, ráðherrar sitji ekki á þingi og að þingmenn vinni saman að heill lands og þjóðar. Ég stend fyrir endurskoðun heilbrigðiskerfisins, menntakerfisins og hvar sem við teljum þörf á endurbótum.“_

Hildur segir að forsetinn sé í hennar huga sameiningartákn þjóðarinnar og andlegur leiðtogi. Auk þess sem hann sé öryggisventill gagnvart Alþingi, landsmóðir, fulltrúi landsins út á við og fyrirmynd landsmanna.

„Einkunnarorð mín eru samvinna, skilningur, kærleikur, samkennd og auðmýkt.“

Nokkrir hafa þegar boðað framboð sitt til forseta Íslands í kosningunum sem verða í sumar. Fyrr í dag tilkynnti Árni Björn Guðjónsson framboð sitt og fyrir hafa þeir Ástþór Magnússon og Þorgrímur Þráinsson tilkynnt um framboð.

Sjá einnig: Árni ætlar í forsetaframboð: Mun leita liðsinnis páfans

Hér má lesa færslu Hildar í heild sinni.

(function(d, s, id) { var js, fjs = d.getElementsByTagName(s)[0]; if (d.getElementById(id)) return; js = d.createElement(s); js.id = id; js.src = „//connect.facebook.net/is_IS/sdk.js#xfbml=1&version=v2.3“; fjs.parentNode.insertBefore(js, fjs);}(document, ‘script’, ‘facebook-jssdk’));

Kæru vinir Þá er komið að því. Ég ætla að bjóða mig fram til forseta í sumar. Bókin sem ég er að skrifa, Framtíð Í…

Posted by Hildur Þórðardóttir Thordardottir on 3. janúar 2016

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Birgir Örn segir hægt að afstýra mörgum kynferðisbrotum með einföldum hætti – „Hennar vilji er alltaf mikilvægari en þín mínútugredda“

Birgir Örn segir hægt að afstýra mörgum kynferðisbrotum með einföldum hætti – „Hennar vilji er alltaf mikilvægari en þín mínútugredda“
Fréttir
Í gær

Sara gagnrýnir kennaranámið: „Ég þarf ekki að mæta í heil­an tíma og gera þessa hluti“

Sara gagnrýnir kennaranámið: „Ég þarf ekki að mæta í heil­an tíma og gera þessa hluti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristinn Örn lést vegna hitaslags á Spáni – „Strákurinn sem gaf ljós og gleði alls staðar þar sem hann kom“

Kristinn Örn lést vegna hitaslags á Spáni – „Strákurinn sem gaf ljós og gleði alls staðar þar sem hann kom“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björgunarsveitir aðstoðuðu ferðamann sem rann um 4 metra niður bratta

Björgunarsveitir aðstoðuðu ferðamann sem rann um 4 metra niður bratta
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vekur athygli á hvimleiðum ósóma ferðamanna – „Þessari áráttu að ferðast og skilja eftir sig subbuskap“

Vekur athygli á hvimleiðum ósóma ferðamanna – „Þessari áráttu að ferðast og skilja eftir sig subbuskap“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hillary Clinton ætlar að tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels að uppfylltum ákveðnum skilyrðum

Hillary Clinton ætlar að tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels að uppfylltum ákveðnum skilyrðum