fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Helgi ætlar aftur í framboð til Alþingis

Var valinn stjórnmálamaður ársins – Tilbúinn að mynda ríkisstjórn komi til þess

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 3. janúar 2016 14:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, ætlar að bjóða sig fram til Alþingis á næsta kjörtímabili en Helgi var fyrir skemmstu valinn stjórnmálamaður ársins af hlustendum Bylgjunnar og lesendum Vísis.

Niðurstaða könnunarinnar var kynnt í útvarpsþættinum Sprengisandi, á Bylgjunni í morgun. Þar sagði Helgi að hann muni að óbreyttu bjóða sig aftur fram til Alþingis.

Píratar hafa verið á mikilli siglingu síðustu misseri og hefur flokkur mælst stærsti stjórnmálaflokkur landsins í könnunum, með yfir 30 prósent fylgi.

Verði það niðurstaðan í næstu Alþingiskosningum munu Píratar fá 19 þingmenn. Helgi sagði í Sprengisandi að hann ætti von á því að fylgi Pírata myndi minnka en flokkurinn sé tilbúinn að mynda ríkisstjórn komi til þess.

„Við höfum samþykkt stefnu í okkar röðum hvað varðar myndun stjórnar á næsta kjörtímabili. Aðaláhersla á næsta kjörtímabili ef við fengjum stjórnarmyndunarumboð væri að koma á nýju stjórnarskránni, sem sagt frumvarpi stjórnlagaráðs, og halda þjóðaratkvæðagreiðslur um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið. Þetta er það sem við leggjum upp með.“

Flestir tölu Helga hafa verið besta stjórnmálamann ársins en hann hlaut um 22 prósent atkvæða. Á eftir honum kom Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og í þriðja sæti var Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Í fjórða sæti var svo Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Í gær

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“