fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Fréttir

Fatlaður starfsmaður Landsbankans látinn hætta: „Tiltekt í bankanum“

Guðmundur slasaðist illa í fyrra – Var í húsi þar sem bíl var ekið inn í forstofu – Sár og reiður vegna málsins

Ritstjórn DV
Mánudaginn 25. janúar 2016 14:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Ingibersson, fatlaður bankastarfsmaður til 30 ára í Reykjanesbæ, gerði í síðustu viku starfslokasamning við Landsbankann. Samningurinn var gerður í samkomulagi við forsvarsmenn bankans en ástæða starfslokanna var „hagræðing og tiltekt í bankanum.“

Guðmundur segir í samtali við DV að hann sé verulega ósáttur með hvernig staðið hafi verið að málinu.

Bankastarfsmaður til 30 ára í Reykjanesbæ , ásamt eiginkonu sinni.
Guðmundur Ingibersson. Bankastarfsmaður til 30 ára í Reykjanesbæ , ásamt eiginkonu sinni.

„Þetta kom mér verulega á óvart. Ég átti alls ekki von á þessu. Ég er mjög sár og reiður yfir þessu,“ segir Guðmundur.

Það var Óskar Húnfjörð, mágur Guðmundar, sem vakti fyrst athygli á málinu í grein sem birtist á vef Víkurfrétta í morgun. Þar segir Óskar að Guðmundi hafi verið boðið að samþykkja starfslokasamninginn eða fá sent uppsagnarbréf.

„Auðvitað er hverjum atvinnurekanda í sjálfsvald sett hvenær hann hættir að kaupa þjónustu starfsmanns, en hér greinir okkur á um samfélagslega ábyrgð bankans,“ segir Óskar.

Guðmundur staðfesti við DV að hann hefði fengið þau skilaboð að ef hann myndi ekki samþykkja starfslokasamninginn yrði honum sagt upp. Hann segir að uppsögnin hafi verið vegna „hagræðingar“ að sögn yfirmanna hans og minnst hefði verið á tiltekt í bankanum í starfslokasamningnum.

DV ræddi við Óskar sem segir að málið sé mikið hitamál í Reykjanesbæ en hátt í þúsund manns hafa nú deilt grein hans á Facebook.

„Hann var eini starfsmaðurinn sem var látinn fara og það er alveg ótrúlegt að þeir hafi notað „tiltekt“ sem afsökun,“ segir Óskar í samtali við DV.

Forsaga málsins er sú að Guðmundur lenti í slysi um síðustu páska. Þá var bifreið ekið inn í forstofu heimils móður Guðmundar. Guðmundur var staddur fyrir innan og fékk hann hurð yfir sig. Við það brotnaði hann og skarst illa á hendi.

Guðmundur var frá vinnu í fimm mánuði eftir slysið. Hann snéri aftur til vinnu í september og starfaði í Landsbankanum þar til hann fékk starfslokasamninginn, 18. janúar síðastliðinn. Guðmundur segir að hann hafi strax gengið út og farið heim eftir það.

Guðmundur er 50 ára gamall, kvæntur og hefur fyrir tveimur börnum að sjá. Fötlun Guðmundar er að hann er spastískur og er hann, nú eftir slysið, metinn 75 prósent öryrki. Guðmundur segir að nú taki algjör óvissa við en hann er nú í leit að nýju starfi.

Óskar segist vona að Guðmundi takist að finna nýtt starf sem henti hans starfsgetu.

„Því óþarfi er að kasta á glæ langri starfsreynslu hans með vinalega viðmótinu sem svo margir þekkja. Og nú geta viðskiptavinir bankans gengið inn í hann þess fullvissir að þeir munu ekki mæta neinu „rusli“ í innviðum bankans, því það er jú nýbúið að taka til!“

***Athugasemd frá Landsbankanum:

Á undanförnum árum hefur heimsóknum í útibú fækkað ört því um 80% allra bankaviðskipta eru nú rafræn. Landsbankinn hefur þurft að mæta þessum breyttu aðstæðum með því að fækka starfsmönnum í útibúum út um allt land.

Til dæmis hefur starfsfólki í útibúinu í Reykjanesbæ fækkað úr 52 í 33 á undanförnum fimm árum. Uppsögn starfsmannsins sem um ræðir, er hluti af þessum breytingum. Að öðru leyti getur Landsbankinn ekki tjáð sig um málefni einstakra starfsmanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Var að hita upp afganga þegar hann fékk símtal um stóra vinninginn

Var að hita upp afganga þegar hann fékk símtal um stóra vinninginn
Fréttir
Í gær

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú
Fréttir
Í gær

Egill furðar sig á þessu í Leifsstöð – „Engin smá fjárfesting“

Egill furðar sig á þessu í Leifsstöð – „Engin smá fjárfesting“
Fréttir
Í gær

Allt á suðupunkti eftir atburði næturinnar: „Staðan er alvarleg“

Allt á suðupunkti eftir atburði næturinnar: „Staðan er alvarleg“
Fréttir
Í gær

Ung Akureyrarmær í vanda – Ferðin til Alicante endaði hörmulega

Ung Akureyrarmær í vanda – Ferðin til Alicante endaði hörmulega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dyravörð á Akureyri

Réðst á dyravörð á Akureyri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Ingi: „Ekki svo að útlendingar fremji hlutfallslega fleiri alvarleg brot“

Guðmundur Ingi: „Ekki svo að útlendingar fremji hlutfallslega fleiri alvarleg brot“