fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
Fréttir

Kanínubúinu bjargað

Freistar þess að fá kanínurækt viðurkennda sem landbúnaðargrein

Björn Þorfinnsson
Miðvikudaginn 20. janúar 2016 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er afar þakklát öllum sem studdu mig. Karolina Fund er frábær vettvangur fyrir nýsköpunarverkefni,“ segir Birgit Kositzke, kanínubóndi á Syðri-Kárastöðum. Hún setti af stað söfnun til bjargar kanínubúi sem hún hefur byggt upp undanfarin fjögur ár. Eins og DV greindi frá í byrjun árs var Birgit búin að safna 42% af þeim 3.000 evrum sem lagt var upp með.

Söfnuninni lauk síðastliðinn föstudag, þann 15. janúar, og niðurstaðan var sú að 4.819 evrur söfnuðust, tæplega 700 þúsund, og lét 91 aðili fé af hendi rakna. „Það var sérstaklega ánægjulegt hversu margir frá Hvammstanga og nærliggjandi stöðum studdu við bakið á mér, peningarnir eru aukaatriði þegar maður finnur fyrir slíkum stuðningi,“ segir Birgit.

Aðspurð um næstu skref segir hún að forgangsverkefni sé að finna samstarfsaðila til þess að hluta niður kanínukjötið. Hún slátrar dýrunum á sláturhúsi á Hvammstanga en fær ekki aðgang að kjötvinnslunni þar til að vinna kjötið áfram. „Sláturhúsið slátrar fyrir Bandaríkjamarkað og samstarfsaðilar þar ytra vilja ekki að vinnsla á öðru kjöti fari fram nálægt þeirra vörum.“

Að sögn Birgit ætlar hún einnig að fjölga sláturdýrum, bæta enn frekar aðstöðu dýranna, gera betrumbætur í loftræstimálum. „Annað verkefni er að freista þess að fá kanínurækt formlega viðurkennda sem landbúnaðargrein hérlendis,“ segir Birgit. Hún ætlar einnig að leggja áherslu á markaðs- og kynningarstarf og liður í því er að koma sútuðum kanínuskinnum á framfæri. „Þau eru sútuð á Sauðárkróki og þetta er úrvalsvara. Áhugasamir fatahönnuðir mega endilega hafa samband,“ segir Birgit. Óhætt er að segja að hún hafi margt á prjónunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ruddist inn í íbúð og læsti sig inni á salerni

Ruddist inn í íbúð og læsti sig inni á salerni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Thelmu var sagt að brjóstakrabbamein væri stíflaður mjólkurkirtill

Thelmu var sagt að brjóstakrabbamein væri stíflaður mjólkurkirtill
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Forsætisráðuneytið sagt ekki hafa brotið á Ólöfu í faðernismáli Ásthildar Lóu

Forsætisráðuneytið sagt ekki hafa brotið á Ólöfu í faðernismáli Ásthildar Lóu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heimir Karls fengið nóg: „Ég get eiginlega ekki orða bundist“

Heimir Karls fengið nóg: „Ég get eiginlega ekki orða bundist“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sýn boðar til starfsmannafundar eftir afkomuviðvörun og gengi í frjálsu falli

Sýn boðar til starfsmannafundar eftir afkomuviðvörun og gengi í frjálsu falli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sindri dæmdur fyrir tilraun til manndráps fyrir hnífstunguárás – Sagðist hafa beitt neyðarvörn eftir kynferðisárás

Sindri dæmdur fyrir tilraun til manndráps fyrir hnífstunguárás – Sagðist hafa beitt neyðarvörn eftir kynferðisárás