fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Barnastjarnan sem hvarf úr sviðsljósinu: Macauley Culkin varpar ljósi á það af hverju hann sneri baki við Hollywood

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 24. janúar 2018 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barnastjarnan sem hvarf úr sviðsljósinu: Macauley Culkin varpar ljósi á það af hverju hann sneri baki við Hollywood

Eitt sinn var bandaríski leikarinn Macauley Culkin bjartasta vonin í Hollywood. Þessum unga snáða, sem sló í gegn í Home Alone-myndunum, var spáð mikilli velgengni en annað kom á daginn. Culkin hvarf af sjónarsviðinu og hefur haldið sig í skugganum í bráðum 20 ár.

Í hljóðvarpsviðtali við WTF fór Culkin, sem er 37 ára, yfir ferilinn og ástæður þess að hann ákvað að hætta að leika í kvikmyndum. Hann segir að faðir hans hafi verið stjórnsamur, hreinlega ofbeldisfullur og stjórnast af ákveðinni öfund yfir velgengni barnungs sonarins. Hann hafi verið kröfuharður og lagt mjög hart að syni sínum. Að lokum fékk Culkin nóg.

Foreldrar hans skildu árið 1994 og segir Culkin að það hafi verið það besta sem gat komið fyrir. Það gaf honum tækifæri til að hætta í bransanum, ef svo má segja, þrátt fyrir að vera aðeins fjórtán ára og, á þeim tíma, eitt ríkasta barn heims.

„Mig langaði að taka mér frí en að lokum sagði ég við foreldra mína: „Ég er hættur, ég vona að þið hafið fengið nóg af peningum því það kemur ekki meira frá mér.“
Culkin segir að þeim feðgum hafi aldrei komið vel saman. „Hann var slæmur maður, hann var ofbeldisfullur, bæði andlega og líkamlega,“ segir Culkin og bætir við að hann hafi líka verið ofbeldisfullur í garð systkina hans og móður. Í dag ríkir algjört frost á milli þeirra og hafa þeir engin samskipti.

„Ég held að hann sé ekki tilbúinn að segja þá hluti sem hann þarf að segja,“ segir Culkin en hann er enn náinn móður sinni.

Hér má hlusta á hljóðvarpið með Marc Maron

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum