fbpx
Fókus

Halli Reynis og Vigdís – Útgáfutónleikar og geisladiskurinn Ást og friður

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 5. september 2018 15:00

„Ást & friður“ er nýr geisladiskur með Halla Reynis og Vigdísi. Á disknum eru 11 lög, 10 lög eftir Halla og eitt tökulag. Tónlistin er lágstemmd og ljúf og textarnir fjalla um lífið frá ólíkum hliðum.

Halli Reynis starfaði lengi sem atvinnu tónlistarmaður og hefur gefið út 8 sóló geisladiska. Halli hefur verið að mestu fyrir utan tónlistarsenuna síðustu árin. Halli er menntaður grunnskólakennari og starfar sem kennari.

Vigdís hefur áður gefið út einn geisladisk, Dragspilsdraumar ásamt Hildi Petru Friðriksdóttur. Vigdís hefur spilað talsvert síðustu árin á harmoniku um allt land. Vigdís er framkvæmdastjóri VIRK – Starfsendurhæfingarsjóðs.

Halli og Vigdís hafa spilað saman í eitt ár og hafa haldið tónleika víða um land.

Útgáfutónleikar fyrir geisladiskinn Ást og friður verða haldnir í Bæjarbíói 13. september næstkomandi kl. 20.30. Spiluð verða lög af disknum auk annarra laga eftir Halla Reynis. kl. 20:30.

Eftirfarandi tónlistarmenn koma fram: Halli Reynis, söngur, gítar og munnharpa, Vigdís Jónsdóttir, harmonika, raddir. Erik Qvick, Jón Rafnsson, Sigurgeir Sigmundsson og Dan Cassidy.

Lögin og textarnir á geisladisknum Ást & friður Halli Reynis og Vigdís eru öll eftir Halla fyrir utan Eleen´s Waltz, sem er eftir Debbie Scott.

Hljóðritað í studio Paradís í febrúar og mars 2018. Upptökur: Jóhann Ásmundsson og Ásmundur Jóhannsson.

Halli Reynis: Söngur, gítar, mandólín. Vigdís Jónsdóttir: Harmonika, raddir. Jóhann Ásmundsson: Kontrabassi. Sigurgeir Sigmundsson: Steel guitar, Dobro. Ásgeir Ásgeirsson: Skrautgítar. Dan Cassidy: Fiðla.

Ragna Gestsdóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Ritdómur um „Óboðinn gestur“: Tekst ekki að fylgja frumrauninni eftir

Ritdómur um „Óboðinn gestur“: Tekst ekki að fylgja frumrauninni eftir
Fókus
Í gær

Lof mér að falla er fjórða vinsælasta mynd ársins

Lof mér að falla er fjórða vinsælasta mynd ársins