fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024

Íslensk kona kynntist myndarlegum manni á Tinder – Hann var ekki allur sem hann er séður

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 11. ágúst 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óprúttinn aðili reyndi að hafa fé af íslenskri konu sem hann kynntist gegn stefnumótaforritið Tinder. Konan vill ekki koma fram undir fullu nafni en kallar sig Gígí og ræddi við blaðamann Bleikt um málið. Hún varar aðra við slíkum svindlum á samfélagsmiðlum og bendir fólki á að vera vakandi fyrir vísbendingum um slíkt sé að ræða.

Gígí nefnir nokkur atriði sem vöktu grunsemdir hjá henni. Til að mynda óvenju mikil ákefð í samskiptum eftir skamma stund, að segjast vera á ferðalagi og þurfa aðstoð við að komast heim og byrjað að tala um „við/okkur“ fljótlega eftir að spjallið hefst.

Gígí og maðurinn kynntust eins og áður sagði í gegnum Tinder.

Ég sá þennan ægilega myndarlega mann og auðvitað renndi ég honum til hægra enda bara mannleg. Og viti menn það var „match,“

segir Gígí. Hún kastaði á hann kveðju í kjölfarið og spjölluðu þau saman í nokkra daga. Maðurinn kallaði sig Ford og sagðist vera fimmtugur og vera frá Melbourne í Ástralíu en búa á Íslandi.

„Ford“ – Myndin sem maðurinn sendi og sagði að væri hann. Ekki er vitað hvort þetta sé maðurinn eða mynd sem svikahrappurinn hefur fengið á netinu.

Ford sagðist hafa komið til Íslands fyrir þremur árum og fallið fyrir landinu og ákveðið að flytja hingað í kjölfarið. Gígí segir að eitt þeirra atriða sem gert hafi það að verkum að hún trúði manninum var að hann sagði búa í Kópavogi en ekki í Reykjavík. Ford tjáði henni að hann starfaði sem verkfræðingur en ræki einnig sitt eigið fyrirtæki hér á landi. Í spjalli þeirra kom fram að hann var að eigin sögn í vinnuferð í Grikklandi, að gera við ferjumótor en kæmi heim síðastliðinn fimmtudag.

Gígí fann á sér að ekki væri allt með felldu í samskiptum þeirra. Hún fékk það á tilfinninguna snemma að hugsanlega væri þetta eitthvað svindl og hafði varan á.

„Ég var búin að spyrja hann einhvern tímann að því hvort þetta væri ekki svindl, þá var hann rosalega reiður,“

segir Gígí og bætir við að viðbrögðin hans við spurningunni hafði ýtt undir frekari grun hennar að flagð væri undir fögru skinni.

„Ef hann hefði ekki verið að reyna að svindla á mér þá hefði honum bara fundist þetta fyndið. Og svo fyllti hann líka út í öll boxin, hann vildi strax ekki tala saman á Tinder heldur færa sig yfir á Whatsapp, hann fór rosalega fljótt að segja hvað ég væri æðisleg og frábær sífellt. „Ég er alveg fallinn fyrir þér,“ sagði hann við mig. Hann eiginlega tikkaði í öll boxin sem ég var búin að lesa um varðandi svona svindl.“

Maðurinn sagði við Gígí að þegar hann kæmi heim til Íslands ætlaði hann að hugsa um hana.

„Ég tók ekki undir hjá honum þegar hann var svona ákafur, fór rólega í þetta, þá sagði hann alltaf „þú hefur ekki trú á okkur.“ Það byrjaði rosalega snemma. Hann var alltaf pínulítið að koma þessu yfir á mig, að ég hefði ekki trú á „okkur.“

Fimmtudagsmorguninn fékk Gígí svo skilaboð frá Ford þar sem hann bað hana um pening. Hann sagðist vera í veseni með töskurnar sínar á flugvellinum og vantaði pening til að geta farið með þær heim. Hann gaf Gígí ítarlega lýsingu á því hvernig þetta hefði atvikast og hvers vegna hann þyrfti aðstoð hennar, til að mynda að hann gæti bara tekið út ákveðna upphæð í hraðbanka sem hann væri nú þegar búinn að gera og það væri búið að loka á kreditkortið hans.

Myndin af töskunum sem Ford sendi Gígí

„Þegar ég fékk skilaboðin um morguninn að hann væri á flugvellinum í veseni með töskurnar sínar, þá vissi ég alveg okei jú þetta er svindl. Þetta var alveg rétt hjá mér. Hann sagðist vera staddur á flugvellinum og væri í smá vandræðum. Hann sagðist ekki eiga pening fyrir yfirvigtinni og spurði hvort ég gæti ekki bjargað honum.“

Einnig vakti það upp spurningar hjá Gígí að maðurinn hafði sagst vera í vinnuferð í Grikklandi. Samt sem áður var hann með þrjár stórar ferðatöskur. Sannleikurinn var sá að hann var að reyna að svíkja af henni fé með því að nota töskurnar sem hann sendi henni mynd af. Við frekari eftirgrennslan blaðamanns kom í ljós að þessi mynd er tekin af blogginu triparoundmyworld.com líkt og má sjá á myndunum hér fyrir neðan.

Hér fyrir neðan má sjá samskipti Gígí og Ford á fimmtudagsmorguninn:

Ford er búinn að eyða Tinder aðgangi sínum og segist Gígí þakka fyrir allt Dr. Phil áhorfið sem hafi gert það að verkum að hún vissi hverju maður á vera vakandi fyrir varðandi svindl af þessu tagi.

Gígí hvetur fólk til að hafa varan á í samskiptum á netinu og vonar að saga hennar getur verið öðrum lærdómsrík.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.