fbpx
Sunnudagur 20.janúar 2019
Fókus

Auddi staðfestir næstu Atvinnumenn

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 11. desember 2018 10:00

Auðunn Blöndal staðfesti á Twitter um helgina hverjir yrðu næstu gestir hans í þriðju þáttaröðinni af Atvinnumönnunum okkar.

Gestirnir eru Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnugylfingur, Rúrik Gíslason, fótboltamaður, og Sunna Tsunami, atvinnumaður í blandaðri bardagalist.


„Án efa fjölbreyttasta serían hingað til og lofum þrusu þáttum í vor,“ segir Auddi.

Þættirnir verða sýndir á Stöð 2 næsta vor, en í þetta sinn heimsækir Auddi einn íþróttamann í hverri íþrótt og kynjahlutföll eru jöfn: þrjár konur og þrír karlmenn.

Í þáttunum kynnist Auddi nokkrum af helstu afreksmönnum okkar í heimi íþróttamenn og fylgist með þeim í leik og starfi, en flestir þeirra eru búsettir erlendis.
Auddi hefur þegar heimsótt fyrstu gestina, Martin Hermannsson, atvinnumann í körfubolta, og snjóbrettakappannHalldór Helgason.

Katrín Tanja Davíðsdóttir er sú þriðja af þeim afreksmönnum, sem Auddi var áður búinn að tilkynna um.

Ragna Gestsdóttir
Ragna Gestsdóttir er umsjónarmaður Fókus á DV. Hún hefur starfað hjá DV síðan 2014 og vann einnig á Séð og Heyrt 2016.
Ragna skrifar almennar fréttir, viðtöl, greinar um menningu, viðburði, fólk og fleira.
Hún er forvitin um menn, málefni og menningu og með minni á við bestu leitarvél.
Netfang: ragna@dv.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Netflix kaupir dreifingarréttinn á Rétti í Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Spáni og Suður Ameríku

Netflix kaupir dreifingarréttinn á Rétti í Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Spáni og Suður Ameríku
Fókus
Í gær

Simmi kveður – „Það er gaman að skila góðu búi af sér“

Simmi kveður – „Það er gaman að skila góðu búi af sér“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg breyting á Röggu nagla: Birti mynd af sér fyrir 10 árum – Sjáðu muninn

Ótrúleg breyting á Röggu nagla: Birti mynd af sér fyrir 10 árum – Sjáðu muninn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sveppi missti bróður sinn: „Þetta var hræðilegt og truflar mig ennþá daginn í dag“

Sveppi missti bróður sinn: „Þetta var hræðilegt og truflar mig ennþá daginn í dag“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hverjir eru með stærstu og smæstu typpin í Hollywood? – Sú ráðgáta er loksins leyst

Hverjir eru með stærstu og smæstu typpin í Hollywood? – Sú ráðgáta er loksins leyst
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rúrik og Nathalia njóta lífsins saman

Rúrik og Nathalia njóta lífsins saman