fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fókus

Anahit teiknaði umdeildar myndir barnabókar Birgittu – „Ég er opin fyrir nýjum tækifærum“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 20. nóvember 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um fátt hefur verið meira rætt í dag og í gær en barnabók Birgittu Haukdal, Lára fer til læknis. Fyrir þá sem sváfu írafárið af sér eða voru í útlöndum, þá snýst umræðan um starfstitil, klæðnað og hlutverk einnar persónu bókarinnar.

Í bók Birgittu tekur hjúkrunarkona á móti Láru, klædd í kjól og með kappa og kennir hún Láru að nota hækjur.

Á laugardag birti hjúkrunarfræðingurinn Sólveig Auðar Hauksdóttir Facebook-færslu þar sem sjá mátti umrædda síðu úr bók Birgittu. Færsla Sólveigar vakti mikil viðbrögð og hefur verið deilt yfir eitt þúsund sinnum á Facebook.  Þar gagnrýndi Sólveig notkun heitisins hjúkrunarkona, klæðnað hennar og að hlutverk hjúkrunarfræðingins væri smættað í bók Birgittu.

Í gær birti Herdís Sveinsdóttir, prófessor og deildarforseti Hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands, skoðanapistil þar sem hún gagnrýndi vinnubrögð útgáfufyrirtækisins Forlagsins og söngkonunnar og rithöfundarins Birgittu Haukdal við útgáfu bókarinnar og snýr gagnrýni hennar að því sama og gagnrýni Sólveigar, orðavali og myndskreytingum sem sneru að hjúkrunarfræðingum.

En hver er teiknarinn sem teiknaði umdeildar myndir í bók Birgittu, og öðrum bókum um Láru, en bækurnar eru alls tíu. Fyrstu tvær komu út árið 2015, tvær árið 2016, fjórar árið 2017 og tvær eru komnar út í ár.

Í viðtali við DV í nóvember 2017 segir Birgitta: „Ég fann stúlku frá Rússlandi og við byrjuðum að vinna saman en það samstarf gekk ekki upp. Að lokum fann ég stúlku sem býr í Armeníu og við smullum saman. Hún er alveg yndisleg og hefur sýnt mikla þolinmæði þegar ég bið hana um að teikna smáatriði sem mér finnst verða að vera á myndunum.“

Stúlkan sem um ræðir er Anahit Aleksanyan frá Yerevan í Armeníu. Samkvæmt LinkedIn hefur hún unnið sjálfstætt sem teiknari frá því í október 2012. Hún hefur teiknað myndir í yfir 50 barnabækur fyrir hina ýmsu höfunda, auk þess að hafa gefið út eigin barnabækur sem höfundur og teiknari. „Ég hef unnið með mörgum mismunandi höfundum og útgefendum.“

„Ég er áhugasöm og skapandi teiknari, blaðamaður og höfundur með næga orku til að gera hugmyndir þínar að veruleika. Ég er opin fyrir nýjum tækifærum. Ég elska að lesa, læra og öðlast nýja færni.“

Á Goodreads og Amazon má sjá fjölda af bókum með teikningum eftir Anahit og eru þær að fá almennt góða dóma.

Hér fyrir neðan má sjá kápur nokkurra barnabóka með myndum eftir Anahit.

 

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir