fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Eyjan

Ekki svart og ekki hvítt

Egill Helgason
Föstudaginn 21. nóvember 2014 20:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er algengt í stjórnmálum á Íslandi að menn séu  annað hvort alveg vondir eða alveg góðir. Hlutirnir eru annað hvort svartir eða hvítir.

Hanna Birna Kristjánsdóttir segir af sér ráðherraembætti. Yfirlýsingin sem hún gefur vegna afsagnarinnar er ekki góð, hún reynir enn að kenna öðrum um. Staðreyndin er sú að hún getur aðallega kennt sjálfri sér um og dómgreindarbresti sínum í máli sem hefði aldrei þurft að verða neitt neitt.

En það er ekki þar með sagt að Hanna Birna sé alslæm sem stjórnmálamaður.

Gísli Marteinn Baldursson vekur athygli á því að Hanna Birna hafi verið góður „bandamaður Reykjavíkur í ráðherrastóli“.

Vegna þessa dynja skammir yfir Gísla – hlutirnir eru annað hvort alvondir eða algóðir. En þetta er hárrétt hjá Gísla. Hanna Birna hefur ekki ljáð máls á þeirri fásinnu sem komin er upp á Alþingi að taka skuli skipulagsvaldið af Reykjavík. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig nýr innanríkisráðherra höndlar það.

Og svo eru það innflytjendamálin. Þar er ljóst að Hanna Birna vildi gera betur en forveri hennar, Ögmundur Jónasson. Ögmundur kemur úr flokki sem þykist vera mjög vinveittur innflytjendum. Samt er staðreyndin að á ráðherraferli Ögmundar varð afar lítið úr umbótum í málefnum innflytjenda og hælisleitenda.

Hanna Birna skipaði hins vegar nefnd til að vinna úr umbótum í útlendingamálum. Formaður nefndarinnar er stjórnarandstæðingur, Óttarr Proppé úr úr Bjartri framtíð. Svandís Svavarsdóttir situr líka í nefndinni, Össur Skarphéðinsson, Birgitta Jónsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir. Frumvarp frá nefndinni á að koma fram í vetur.

Ráðuneytið gaf líka út reglugerð um flýtimeðferð hælisumsókna nú í haust, það markmið hefur líka verið sett að stytta málsmeðferðartíma í hælisleitendamálum í 90 daga. Valinkunnur sómamaður, Hjörtur Bragi Sverrisson, fyrrverandi yfirmaður mannréttindamála hjá ÖSE í Kosovo, hefur verið skipaður nýrrar kærunefndar útlendingamála frá 1. janúar næstkomandi.

Nú eru sjálfsagt einhverjir sem munu upplifa reiðitilfinnngu þegar þeir lesa þessa grein. En þarna er ráðherra sem er að reyna að standa sig í stykkinu. Þeim mun sorglegra er að Hanna Birna skuli falla með þessum hætti – og varla sjá neitt athugavert við framgöngu sína þegar hún hættir. Þar er hún á valdi þess sem Grikkir kölluðu hubris.

Annars er smá lærdómur þarna fyrir ráðherra, nokkuð praktískur: Ekki ráða töskubera og stólaraðara úr flokknum sem aðstoðarmenn. Ekki jámenn, skotgrafafólk, ekki heldur skoðanasystkin, heldur fólk sem getur lagt eitthvað gott af mörkum, fólk sem getur bætt ráðuneytið og hjálpað ráðherranum að komast lengra og hærra.

f9836261a3-380x230_o

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Musk er Bandaríkjunum dýrkeyptur – Kostar 17.000 milljarða

Musk er Bandaríkjunum dýrkeyptur – Kostar 17.000 milljarða
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hæðast að stjórnarandstöðunni fyrir „vandræðalegan“ fund – „Hversu lengi ætlar íhaldið að halda þessum skrípaleik áfram?“

Hæðast að stjórnarandstöðunni fyrir „vandræðalegan“ fund – „Hversu lengi ætlar íhaldið að halda þessum skrípaleik áfram?“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Heimir Már sakar stjórnarandstöðuna um enn eitt málþófið út af veiðigjöldunum – „Af hagsmunatengdum vinum má þekkja þá“ 

Heimir Már sakar stjórnarandstöðuna um enn eitt málþófið út af veiðigjöldunum – „Af hagsmunatengdum vinum má þekkja þá“ 
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segja mikið drama hafa átt sér stað fyrir framan nefið á Trump

Segja mikið drama hafa átt sér stað fyrir framan nefið á Trump
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þriggja vasaklúta grátskýrsla Síldarvinnslunnar – Bubbi sendir tóninn – 28 byggðir hafa tapað lífsbjörginni

Orðið á götunni: Þriggja vasaklúta grátskýrsla Síldarvinnslunnar – Bubbi sendir tóninn – 28 byggðir hafa tapað lífsbjörginni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Píratinn í minnihlutanum er launahæsti bæjarfulltrúinn

Píratinn í minnihlutanum er launahæsti bæjarfulltrúinn