fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Þetta er það versta sem Carragher getur sagt um Sarri og Chelsea: Stuðningsmenn Arsenal reiðir

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 10. febrúar 2019 22:00

Jamie Carrager og Gary Neville / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester City er aftur komið á topp ensku úrvalsdeildarinnar, liðið átti ekki í neinum vandræðum með Chelsea þegar liðin mættust í dag. City gaf tóninn í upphafi leiks og Chelsea tókst aldrei að ná sér á strík, allt líf var barið úr liðinu.

Raheem Sterling kom City yfir á fjórðu mínútu og markavélin, Kun Aguero kom City í 2-0 eftir þrettán mínútur. Ilkay Gundogan kom City svo í 3-0 þegar tæpar tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum, algjör niðurlæging.

Kun Aguero skoraði annað mark sitt og fjórða mark leiksns þegar 25 mínútur voru liðnar. 4-0 var staðan í hálfleik. Aguero fullkomnaði svo þrennu sína í síðari hálfleik og kom City í 5-0 áður en Sterling skoraði sitt annað mark og sjötta mark liðsins.

Jamie Carragher, sérfræðingur Sky sagði sína skoðun á leiknum og stöðu Maurizio Sarri, stjóra Chelsea. Hann gæti misst starfið eftir leikinn.

,,Það versta sem ég gæti sagt um Sarri er að hann virðist hafa gert Chelsea að Arsenal,“ sagði Carragher.

Stuðningsmenn Arsenal er ekki alveg sáttir með þessi ummæli Carragher enda gerir hann lítið úr félaginu með þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“