fbpx
433Sport

Real staðfestir kaup Juventus á Cristiano Ronaldo

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 10. júlí 2018 15:39

Cristiano Ronaldo er genginn í raðir Juventus á Ítalíu en hann kemur til félagsins frá Real Madrid. Real staðfestir þessar fregnir í dag.

Ronaldo gaf það út eftir úrslit Meistaradeildarinnar í maí að hann væri mögulega á förum.

Juventus hefur nú tryggt sér þjónustu Ronaldo en félagið borgar 105 milljónir punda fyrir framherjann.

Ronaldo hefur leikið með Real frá árinu 2009 en hann gerði garðinn frægan með Manchester United fyrir það.

Portúgalinn hefur átt ótrúlegan feril en hann gerði 311 mörk í 292 deildarleikjum fyrir spænska stórliðið.

Ronaldo vann allt mögulegt á Spáni og hefur fengið Ballon d’Or verðlaunin fimm sinnum frá árinu 2008.

Juventus er sterkasta lið Ítalíu en liðið hefur unnið deildina sjö ár í röð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Eru of margar beinar útsendingar ástæða þess að fólk mætir mjög illa á Pepsi deildina?

Eru of margar beinar útsendingar ástæða þess að fólk mætir mjög illa á Pepsi deildina?
433Sport
Í gær

Jóhann Berg á meðal bestu leikmanna ensku úrvalsdeildarinnar um helgina

Jóhann Berg á meðal bestu leikmanna ensku úrvalsdeildarinnar um helgina
433Sport
Í gær

Fyrrum landsliðsmaður Englands lofsyngur Jóa Berg – ,,Sendi bakvörðinn á bekkinn“

Fyrrum landsliðsmaður Englands lofsyngur Jóa Berg – ,,Sendi bakvörðinn á bekkinn“
433Sport
Í gær

Taktu prófið: Hversu vel þekkir þú frægar kærustur knattspyrnumanna?

Taktu prófið: Hversu vel þekkir þú frægar kærustur knattspyrnumanna?
433Sport
Fyrir 4 dögum

Arnar Grétarsson er farið að klæja í puttana að þjálfa aftur – Á leið í UEFA Pro Licence

Arnar Grétarsson er farið að klæja í puttana að þjálfa aftur – Á leið í UEFA Pro Licence
433Sport
Fyrir 4 dögum

KSÍ eignast húh-ið – Hvað verður um Hugleik?

KSÍ eignast húh-ið – Hvað verður um Hugleik?