fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024

vopn

Vestrænar vopnageymslur eru að tæmast vegna stríðsins í Úkraínu

Vestrænar vopnageymslur eru að tæmast vegna stríðsins í Úkraínu

Fréttir
07.11.2022

Eftir átta mánaða langt stríð í Úkraínu eru vestrænar vopnageymslur farnar að tæmast. Það getur að lokum orðið til þess að Úkraínumenn hafi færri vopn til að berjast með gegn rússneska innrásarhernum. Meðal þeirra vopna sem Úkraínumenn notuðu til að koma í veg fyrir að Rússar næðu Kyiv á sitt vald voru Javelin skriðdrekavarnarflaugar. Eftir nokkurra vikna tilraunir til Lesa meira

Mörg þúsund rússneskir hermenn sendir á vígvöllinn með „varla nothæf vopn“

Mörg þúsund rússneskir hermenn sendir á vígvöllinn með „varla nothæf vopn“

Fréttir
02.11.2022

Margir af þeim mönnum sem hafa verið kvaddir í rússneska herinn að undanförnu hafa verið sendir á vígvöllinn með „varla nothæf“ vopn. Þetta segja breskir sérfræðingar í varnarmálum. Þeir segja að heimildir hermi að margir hermannanna hafi fengið vopn frá tímum Sovétríkjanna, vopn sem voru þróuð á sjötta áratugnum. Tilkynnt var um herkvaðningu 300.000 rússneskra Lesa meira

Bandaríkin tilbúin með fleiri vopn fyrir Úkraínumenn – Eiga að gera mikið gagn á vígvellinum

Bandaríkin tilbúin með fleiri vopn fyrir Úkraínumenn – Eiga að gera mikið gagn á vígvellinum

Fréttir
17.10.2022

Í ljósi „grimmdarlegra flugskeytaárása á óbreytta borgara“ hafa bandarísk stjórnvöld ákveðið að veita 725 milljónum dollara til aðstoðar við Úkraínu. Peningarnir verða notaðir til að kaupa vopn og skotfæri fyrir úkraínska herinn. Antony Blinken, utanríkisráðherra, sagði að horfa þurfi á þessa aðstoð í ljósi „grimmdarlegra flugskeytaárása Rússa á óbreytta borgara um alla Úkraínu“. Hann lagði einnig Lesa meira

Pútín neyddist til að hringja í einn af fáum vinum sínum

Pútín neyddist til að hringja í einn af fáum vinum sínum

Fréttir
17.10.2022

Er Pútín örvæntingarfullur? Það er spurningin sem vaknar við lestur nýlegrar skýrslu frá Institute for the Study of War (ISW). Í henni kemur fram að Rússar séu nærri því að verða búnir með vopna- og skotfærabirgðir sínar. Þetta varð til þess, að því er segir í skýrslunni, að Pútín neyddist til að hringja í gamlan vin sinn, Aleksandr Lukashenko einræðisherra í Hvíta-Rússlandi. „Rússar hafa Lesa meira

„Gáfu“Pútín stórar fallbyssur í „afmælisgjöf“

„Gáfu“Pútín stórar fallbyssur í „afmælisgjöf“

Fréttir
10.10.2022

Slóvakar fögnuðu sjötugsafmæli Vladímír Pútíns, Rússlandsforseta, á föstudaginn með því að gefa úkraínska hernum tvær Slovak Zuzana-2 stórskotaliðsbyssur. Jaro Nad, varnarmálaráðherra landsins, skýrði frá þessu á Twitter. „Til að fagna sjötugsafmæli hans fær ofbeldismaðurinn Pútín nú þessar tvær fallbyssur í afmælisgjöf,“ skrifaði Nad og bætti við að enn fleiri byssur verði sendar til Úkraínu. Byssurnar geta skotið sex skotum á mínútu og Lesa meira

Rússneskur diplómat varar Vesturlönd við að láta Úkraínu fá langdræg vopn

Rússneskur diplómat varar Vesturlönd við að láta Úkraínu fá langdræg vopn

Fréttir
10.10.2022

Úkraínski herinn á ekki að fá langdræg vopn né öflugri vopn en hann hefur yfir að ráða núna. Að minnsta kosti ekki ef Aleksej Polistjtjuk fær að ráða. Hann er háttsettur embættismaður í úkraínsku utanríkisþjónustunni. Hann segir að Vesturlönd fari yfir „rauða línu“ ef þau senda langdræg vopn og öflugri til Úkraínu. Með Vesturlöndum á hann við Bandaríkin Lesa meira

Danir, Norðmenn og Þjóðverjar gefa Úkraínumönnum vopn fyrir 12 milljarða

Danir, Norðmenn og Þjóðverjar gefa Úkraínumönnum vopn fyrir 12 milljarða

Fréttir
03.10.2022

Í gær var tilkynnt að Danir, Norðmenn og Þjóðverjar muni greiða Slóvakíu sem svarar til um 12 milljarða íslenskra króna fyrir að framleiða vopn fyrir úkraínska herinn. Þetta eru fallbyssur af gerðinni Zuzana-2 en Úkraínumenn hafa mikla þörf fyrir fleiri stórskotaliðsvopn. Danska ríkisútvarpið segir að þegar Matin Bødskov, varnarmálaráðherra Danmerkur, tilkynnti þetta í gær hafi hann sagt að Lesa meira

Bandaríkin senda flugskeyti, jarðsprengjur og skotfæri til Úkraínu

Bandaríkin senda flugskeyti, jarðsprengjur og skotfæri til Úkraínu

Fréttir
16.09.2022

Bandaríkin senda Úkraínumönnum enn einn skammtinn af vopnum til að nota í stríðinu gegn Rússum. Joe Biden, forseti, tilkynnti þetta í nótt að íslenskum tíma. Nú verða send vopn og búnaður að verðmæti 600 milljóna dollara. Meðal annars er um langdræg Himars-flugskeyti að ræða en Úkraínumenn hafa áður fengið þau og hafa notað með mjög góðum árangri gegn Lesa meira

Páfinn blandar sér í málið – Segir í lagi að senda vopn til Úkraínu

Páfinn blandar sér í málið – Segir í lagi að senda vopn til Úkraínu

Fréttir
16.09.2022

Það er ekkert athugavert við að senda vopn til Úkraínumanna. Að minnsta kosti ekki að mati Frans I páfa. Þetta sagði hann við fréttamenn á fréttamannafundi í flugvél þegar hann var á leið heim til Rómar frá Kasakstan í gær. Einn af fréttamönnunum spurði hann hvort það sé „siðferðilega í lagi“ að önnur ríki sendi Úkraínumönnum vopn. Lesa meira

Vopnasendingar til Úkraínu frá Vesturlöndum geta komið í bakið á þeim sjálfum

Vopnasendingar til Úkraínu frá Vesturlöndum geta komið í bakið á þeim sjálfum

Fréttir
14.07.2022

Vesturlönd hafa sent Úkraínumönnum gríðarlegt magn af vopnum. Allt frá skammbyssum og rifflum til flugskeyta. En þessar vopnasendingar geta komið í bakið á Vesturlöndum síðar. Úkraínumenn nota vopnin í stríðinu gegn Rússum en margir hafa áhyggjur af því að þessar vopnasendingar getið komið í bakið á Vesturlöndum og öðrum síðar. Ástæðan er að þegar stríðinu Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af

Hera úr leik