fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa

Fréttir
23.08.2025

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað frá kæru samtakanna Hollvinir Meðalfellsvatns vegna framkvæmda við vatnið. Samtökin segja framkvæmdirnar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa. Viðkomandi sveitarfélag, Kjósarhreppur, staðfestir að engin leyfi hafi verið fyrir framkvæmdum en verið sé að vinna í málinu og það sé á viðkvæmu stigi. Lóðarhafi lóðanna þar sem framkvæmdir Lesa meira

Framkvæmdir við græna gímaldið ekki stöðvaðar

Framkvæmdir við græna gímaldið ekki stöðvaðar

Fréttir
21.08.2025

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað því að stöðva framkvæmdir við hið umdeilda vöruhús við Álfabakka í Reykjavík sem kallað hefur verið græna gímaldið. Búseti, sem á fjölbýlishúsið sem er aðeins örfáa metra frá vöruhúsinu, hefur lagt fram nýja kæru vegna byggingu hússins til nefndarinnar og hafði krafðist þess að framkvæmdir yrðu stöðvaðar á meðan Lesa meira

Kröfðust þess að fá að halda áfram að dæla svínaskít út í sjó við Kjalarnes og Vatnsleysuströnd

Kröfðust þess að fá að halda áfram að dæla svínaskít út í sjó við Kjalarnes og Vatnsleysuströnd

Fréttir
19.08.2025

Fyrirtækin Síld og fiskur, sem rekur svínabú í Minni Vatnsleysu á Vatnsleysuströnd, og Stjörnugrís, sem rekur svínabú að Brautarholti á Kjalarnesi, lögðu bæði fyrir nokkrum mánuðum fram kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Í kærunum var þess krafist að nýlegar ákvarðanir um að fyrirtækjunum væri ekki lengur heimilt eins og áður hafði verið að dæla Lesa meira

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“

Fréttir
15.08.2025

Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar og fyrrum forsetaframbjóðandi hefur í nokkurn tíma, ásamt eiginmanni sínum Theódór Jóhannssyni, deilt við Reykjavíkurborg um 40 fermetra bílskýli sem þau reistu á lóð sinni. Hjónin töldu sig vera í rétti við að reisa skýlið en höfðu aldrei sótt um byggingarleyfi. Töldu þau borgina hafa sýnt töluverða óbilgirni í málinu. Byggingarfulltrúi Lesa meira

Mótmæla byggingu húss sem upphaflega var kynnt sem sambýli

Mótmæla byggingu húss sem upphaflega var kynnt sem sambýli

Fréttir
12.08.2025

Eigendur sex einbýlishúsa á Seltjarnarnesi hafa kært ákvörðun byggingarfulltrúa bæjarins um að heimila byggingu einbýlishúss á lóð við Hofgarða 16 til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Upphaflega stóð til að á lóðinni, sem var síðasta lóðin á umræddu deiliskipulagssvæði sem ætluð var undir íbúðarhúsnæði en ekki hafði verið byggt á, yrði heimili fyrir fjóra fatlaða einstaklinga. Lesa meira

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt

Fréttir
09.08.2025

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað frá kæru húsfélagsins í fjölbýlishúsi að Jöfursbási 11 í Reykjavík vegna samþykktar borgarráðs árið 2019 á nýju deiliskipulagi fyrir Gufunes en umrædd gata er þar. Kærði húsfélagið einnig leyfi sem byggingarfulltrúi veitti árið 2023 til að byggja nýtt fjölbýlishús að Jöfursbási 9c. Segir húsfélagið að íbúar hússins, númer 11, Lesa meira

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs

Fréttir
09.08.2025

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur staðfest þá ákvörðun Reykjavíkurborgar að aðhafast ekkert frekar vegna girðingar sem húseigendur í Vesturbænum reistu í óþökk eigenda hússins við hliðina. Eigendurnir sem reisu girðinguna halda því fram að það hafi verið nauðsynlegt vegna brunahættu og lyktarmengunar frá ruslatunnuskýli hinna ósáttu nágranna. Eins og DV hefur áður greint frá hafa Lesa meira

Kærði 25 ára gamla ákvörðun til að koma í veg fyrir nýja bálstofu í Gufunesi

Kærði 25 ára gamla ákvörðun til að koma í veg fyrir nýja bálstofu í Gufunesi

Fréttir
26.07.2025

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað frá kæru íbúa í nágrenni kirkjugarðsins í Gufunesi. Kærði íbúinn ákvörðun skipulagsyfirvalda í Reykjavík frá árinu 2000 en þá var deiliskipulagi Gufuneskirkjugarðs breytt í því skyni að heimila að komið yrði upp bálstofu en það hefur hins vegar ekki verið gert þar til að hreyfing komst á málið fyrr Lesa meira

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Borgin setur fram kröfur í málinu en ætlar ekki að fylgja þeim eftir

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Borgin setur fram kröfur í málinu en ætlar ekki að fylgja þeim eftir

Fréttir
19.06.2025

Húseigendur í vesturbæ Reykjavíkur hafi kært til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þá ákvörðun byggingarfulltrúa borgarinnar að grípa ekki til þvingunarúrræða gegn eigendum hússins við hliðina en þeir settu upp girðingu á lóðamörkum húsanna án samþykkis kærendanna. Hefur byggingarfulltrúinn samt sem áður krafist þess að girðingin verði fjarlægð en ekki virðist standa til að fylgja kröfunum Lesa meira

Akureyrarbær gerði ekkert vegna ófremdarástands á friðuðu húsi

Akureyrarbær gerði ekkert vegna ófremdarástands á friðuðu húsi

Fréttir
15.06.2025

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi þá ákvörðun Akureyrarbæjar að aðhafast ekkert vegna byggingar á baðherbergi í fjöleignarhúsi í bænum. Ekkert leyfi var fengið fyrir framkvæmdinni og nokkrir fagaðilar hafa varað við því að ástand þess sé afar slæmt sem og þess hluta hússins þar sem það er staðsett. Húsið er um 120 Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af