Allir gasgeymar fullir í Frakklandi
FréttirFranska orkustofnunin skýrði frá því í gær að allir gasgeymar landsins séu nú fullir. Mörg Evrópuríki hafa keppst við að fylla á gasgeyma sína fyrir veturinn til að vera óháð rússnesku gasi. Samkvæmt tölum frá Gas Infrastructure Europe frá á mánudaginn voru evrópskir gasgeymar tæplega 90% fullir. Auk Frakklands voru gasgeymar í Belgíu og Portúgal fullir. Minnst er komið í Lesa meira
Kasparov segir að þeir Rússar sem enn eru í Rússandi séu nú hluti af stríðsvélinni
FréttirGarry Kasparov, fyrrum heimsmeistari í skák og andstæðingur Vladímír Pútíns, segir að „sérhver Rússi sem býr í Rússlandi núna sé hluti af stríðsvélinni“ og krefst þess að þeir sem vilja standa réttum megin yfirgefi Rússland. Þetta sagði hann í samtali við þýska tímaritið Spiegel. Hann sagðist hafa barist gegn Pútín í 20 ár: „Ég sagði alltaf að þessi Lesa meira
Zelenskyy segir að Rússar hafi eyðilagt Lyman
FréttirVolodomyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, segir að Rússar hafi lagt borgina Lyman í rúst. Úkraínumenn náðu henni nýlega úr klóm Rússa. En miðað við myndir frá borginni þá virðast Rússar hafa skilið eftir sig borg í rúst og er ljóst að mikið verk er fram undan við að endurbyggja hana. Zelenskyy skrifaði á Twitter að „allar grunnstoðir lífs hafa verið eyðilagðar Lesa meira
Hvað gerðist í Pisky-Radkivski? – Nágrannar heyrðu öskur allan sólarhringinn
FréttirHvað gerðist í Pisky-Radkivski, sem er lítill bær við austurbakka Oskil árinnar í Úkraínu? Það er það sem lögreglan er nú að reyna að finna út úr. Fyrir innrás Rússa í Úkraínu bjuggu um 2.500 manns í bænum. Hann var hernumin af Rússum fljótlega eftir innrásina en 27. september náðu úkraínskar hersveitir bænum á sitt vald. Yfirvöld eru Lesa meira
Þung orð féllu í rússnesku sjónvarpi – „Við verðum að hætta að ljúga“
FréttirÁ fjarfundi með rússneskum kennurum í gær sagði Vladímír Pútín, forseti, óbeint að stríðsreksturinn í Úkraínu gangi illa. Samtímis fer gagnrýni í hans garð og hersins vaxandi á rússneskum ríkissjónvarpsstöðvum. „Við verðum að hætta að ljúga. Fólk er ekki heimskt,“ sagði Andrey Kartapolov, þingmaður og fyrrum hershöfðingi, í samtali við þáttastjórnandann Valdimir Solovjov í gær þegar þeir ræddu Lesa meira
„Þeim mun fleiri Rússa sem við drepum, þeim mun færri Rússa munu börnin okkar þurfa að drepa“
FréttirFregnir herma að diplómatísk spenna ríki nú á milli Rússlands og Kasakstan vegna stríðsins í Úkraínu. Yfirvöld í Kasakstan hafa neitað að verða við kröfu Rússa um að reka úkraínska sendiherrann úr landi vegna ummæla hans um dráp á Rússum. Í viðtali, sem var tekið í ágúst, sagði Petro Vrublevskiy, sendiherra Úkraínu í Kasakstan, að Lesa meira
Rúmlega 200.000 Rússar hafa flúið til Kasakstan
FréttirFrá því að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, tilkynnti um herkvaðningu þann 21. september hafa rúmlega 200.000 Rússar flúið til nágrannalandsins Kasakstan. Marat Akhmetzhanov, innanríkisráðherra Kasakstan, skýrði frá þessu á mánudaginn að sögn CNN. Hann sagði að af þessum 200.000 Rússum séu 147.000 farnir úr landi. Tugþúsundir rússneskra karlmanna hafa flúið land til að komast hjá því að verða sendir á Lesa meira
Rússneskir lögmenn að drukkna í málum manna sem vilja ekki fara í stríð
FréttirRússneskir lögmenn eru að drukkna í málum manna sem vilja ekki fara í stríð í Úkraínu. Segja lögmenn að mikill fjöldi mála komi inn á borð til þeirra sem og spurningar frá mönnum sem reyna að komast hjá því að verða sendir á vígvöllinn í Úkraínu. Reuters skýrir frá þessu. Mörg hundruð þúsund Rússar hafa flúið Lesa meira
2.000 rússneskir hermenn hafa tilkynnt um uppgjöf í gegnum síma
FréttirTalsmaður úkraínska varnarmálaráðuneytisins segir að rúmlega 2.000 rússneskir hermenn hafi að eigin frumkvæði gefist upp á síðustu vikum. Þeir eru sagðir hafa hringt í sérstakt símanúmer sem nefnist „Ég vil lifa“. Euromaidan Press skýrir frá þessu. Rússneskir hermenn og fjölskyldur þeirra geta hringt í númerið allan sólarhringinn, óháð því hvort þeir berjast í Úkraínu eða eru í Lesa meira
Þrír Rússar hafa flúið land fyrir hvern og einn sem hefur verið kallaður í herinn
FréttirFyrir hvern rússneskan hermann sem hefur verið kallaður í rússneska herinn eftir að Vladímír Pútín, forseti, tilkynnti um herkvaðningu fyrir hálfum mánuði, hafa þrír flúið úr landi. Þetta kemur fram í rússnesku útgáfu Forbes. Byggir blaðið þetta á viðtölum við nokkra heimildarmenn innan veggja Kremlar. Segja heimildarmennirnir að 600.000 til 1 milljón hafi yfirgefði Rússland síðan Pútín tilkynnti um herkvaðninguna. Strax eftir að hann Lesa meira