Segir Þórhildi Sunnu sækjast eftir athygli og að Samherjasímtalið gleymist fljótt
Eyjan„Árum saman skaut upp efasemdum um efni símtals milli Geirs H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, og Davíðs Oddssonar, þáverandi seðlabankastjóra, sem snerti lán til Kaupþings á örlagastundu í bankahruninu í byrjun október 2008. Alls kyns samsæriskenningar voru á kreiki vegna símtalsins. Oftar en einu sinni var rætt um símtalið í þingsal og nefndum alþingis. Fyrir tilviljun Lesa meira
Samherji sakaður um vafasöm viðskipti – Sagður græða milljarða á siðlausri viðskiptafléttu
EyjanSamherji gaf út tilkynningu fyrir helgi þar sem greint var frá því að fyrirtækið ætlaði sér að hætta starfsemi í Namibíu. Það myndi þó ekki gerast á einni nóttu, heldur gæti tekið einhvern tíma. Þá var tekið fram að allar ákvarðanir yrðu teknar í samráði við þar til bær stjórnvöld í Namibíu og í samræmi Lesa meira
Samherji lærir af reynslunni og þróar nýtt kerfi til varnar spillingu og peningaþvætti – Hættir starfsemi í Namibíu
Eyjan„Samherji hefur gripið til ráðstafana til að innleiða nýtt stjórnunar- og regluvörslukerfi. Ákvörðun um innleiðingu kerfisins var tekin á grundvelli reynslu af starfsemi fyrirtækisins í Namibíu. Nýja kerfið verður hluti af framtíðarstjórnun Samherja samstæðunnar og mun ná til Samherja og allra dótturfyrirtækja,“ segir í tilkynningu á vef Samherja í dag. Áhersla á spillingu og peningaþvætti Lesa meira
Bent á minnst sjö rangfærslur hjá Björgólfi um Samherjamálið
EyjanMinnst sjö rangfærslur koma fram um Samherjamálið í viðtali Björgólfs Jóhannssonar, starfandi forstjóra Samherja, við norska blaðið Dagens Næringsliv um miðjan síðasta mánuð. Þetta segir í greiningu Stundarinnar hvar sannleiksgildi staðhæfinga Björgólfs er kannað. Viðtalið komst í fréttirnar fyrir það helst að Björgólfur neitaði fyrir að Samherji hefði greitt mútur til að komast yfir kvóta Lesa meira
Fengu hámarksstyrki frá Samherja – Sjálfstæðisflokkurinn fékk langmest frá útgerðinni
EyjanRíkisstjórnarflokkarnir þrír, Sjálfstæðisflokkurinn, VG og Framsóknarflokkurinn fengu allir hámarsstyrki frá sjávarútvegsfyrirtækjum á síðasta ári, samkvæmt útdráttum ársreikninga stjórnmálaflokkanna og Kjarninn greinir frá. Fengu þeir alls um 11 milljónir króna í styrki frá lögaðilum í sjávarútvegi, allt frá útgerðarfyrirtækjum til eignarhaldsfélaga og fyrirtækja í fiskeldi. Sjálfstæðisflokkurinn bar mest úr býtum, fékk alls 5,3 milljónir, eða um Lesa meira
Tjón Samherja sagt gríðarlegt
Eyjan„Óháð því hvað rannsókn á málum Samherja mun leiða í ljós þá hafa viðskiptin valdið félaginu gríðarlegu tjóni nú þegar.“ Svo hljóðar umsögn eins þeirra sem skipar dómnefnd Markaðarins um verstu viðskipti ársins og Fréttablaðið greinir frá, en þar er Samherjamálið í þriðja sæti vegna umsvifa félagsins í Namibíu. Í kjölfar Samherjamálsins hefur breska stórverslunin Lesa meira
Sexmenningarnir í Samherjamálinu í varðhaldi fram í febrúar
EyjanSexmenningarnir í Samherjamálinu, sem hafa verið í varðhaldi í Namibíu, verða í varðhaldi fram í febrúar, eftir að dómari vísaði máli þeirra frá og hafnaði því að leysa þá úr haldi í morgun. Frá þessu greinir Helgi Seljan, fréttamaður RÚV, á Twitter. RÚV greinir einnig frá. Sexmenningarnir höfðu farið fram á að dómari myndi meta Lesa meira
Kristján Þór lýstur vanhæfur í málefnum Samherja
EyjanKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði fram tillögu til forseta Íslands á ríkisstjórnarfundi í morgun um að Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, tæki við málum Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra, sem snerta Samherja og Útgerðarfélagi Akureyringa vegna fiskeldis og nytjastofna við Ísland. RÚV greinir frá. Kristján Þór lýsti sig vanhæfan til að fjalla um mál Samherja er varðar umsókn Lesa meira
Morgunblaðið: „Mikilvægt að lýðskrumarar gæti sín“
Eyjan„Spillingarmál í Namibíu, sem hefur tengingar hingað til lands en þó óljósar og fjarri því upplýstar að fullu, hefur laðað fram fjölda lýðskrumara hér á landi, ekki síst úr stétt stjórnmálamanna sem hugsa gott til glóðarinnar eftir langa eyðimerkurgöngu. Í stað þess að bíða eftir að málið upplýsist eftir rannsókn yfirvalda hér og erlendis geysast Lesa meira
Hagnaður í sjávarútvegi jókst til muna – „Útgerðinni gefnir 71,6 milljarðar af almannafé“
Eyjan„Miðað við gangverð á leigukvóta er verðmæti aflaheimilda sem úthlutað var fiskveiðiárið 2019-2020 um 76.747 milljónir króna. Samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2020 verður innheimt fyrir þessar veiðiheimildir 4.850 milljónir króna, eða 6,3% af raunvirði þeirra. Mismunurinn, 71.624 m.kr. verða gefnar útgerðarmönnum,“ segir Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og sósíalistaforingi, sem skrifar um hlut stórútgerðarinnar af veiðigjöldunum. Lesa meira