fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025

Óflokkað

Össur í Silfrinu

Össur í Silfrinu

Eyjan
12.04.2012

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra verður gestur í Silfri Egils í dag. Hann ræðir um aðildarumsóknina að Evrópusambandinu og málefni norðurslóða. Af öðrum gestum í þættinum má nefna tvo fræðimenn frá Bretlandi, David M. Berry og Claes Belfrage, sem hafa unnið að viðamikilli rannsókn á Íslandi eftir hrun.

Hnignun Nokia

Hnignun Nokia

Eyjan
11.04.2012

Fyrir nokkrum árum var ég á ráðstefnu í Finnlandi og var þá boðið í aðalstöðvar Nokia. Það sýnir hversu mikilvægt fyrirtækið er að maðurinn sem tók á móti okkur var Esko Aho, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, maðurinn sem sagður er bera helsta ábyrgð á því að hafa komið Finnlandi í Evrópusambandið. Hann var þá orðinn starfsmaður Lesa meira

Hvers vegna?

Hvers vegna?

Eyjan
11.04.2012

Eins og staðan er mun það varla hafa jákvæð áhrif á afstöðu Íslendinga til ESB ef sambandið vill fá aðild að dómsmáli sem er fyrir EFTA-dómstólnum. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að viðræðum við ESB sé sjálfhætt ef ESB er komið í mál við Íslendinga vegna Icesave. Fréttirnar af þessu eru óljósar – og það sem vantar Lesa meira

Sjóræningjar

Sjóræningjar

Eyjan
11.04.2012

Í Guardian er skrifað um hinn þýska Sjóræningjaflokk sem nýtur mikillar hylli um þessar mundir – og virðist geta ógnað hefðbundnum flokkum. Sjóræningjaflokkurinn er aðallega samsettur úr ungum karlmönnum, hugmyndir hans eru mjög óljósar og snúast aðallega um netfrelsi og óánægju með venjulega pólitík. Flokkurinn hefur nokkuð horft til Besta flokksins á Íslandi – til Lesa meira

Kiljan á Hólum

Kiljan á Hólum

Eyjan
11.04.2012

Í Kiljunni í kvöld verðum við á ferðinni í Skagafirði, nánar tiltekið á Hólum í Hjaltadal. Þar hittum við Hjalta Pálsson, sem er aðalhöfundur einnar mestu ritraðar sem nú er að koma út á Íslandi, Byggðasögu Skagafjarðar. Hjalti hefur unnið af mikilli elju við þetta verk, komið á alla bæi í Skagafirði – og fundið Lesa meira

Vaxandi óþol innan VG gagnvart ESB umsókn

Vaxandi óþol innan VG gagnvart ESB umsókn

Eyjan
10.04.2012

Frétt á forsíðu Morgunblaðsins gefur til kynna hvernig ástandið verður í pólitíkinni næsta vetur – þegar líður að þingkosningum um vorið. Vinstri grænir eru mjög farnir að ókyrrast vegna Evrópusambandsumsóknarinnar sem hefur kostað þá mikið fylgi. Aðildarviðræðurnar eru að dragast von úr viti, en stefnan var að ljúka þeim í tæka tíð fyrir kosningarnar. Það Lesa meira

Styrmir og fjölskyldufyrirtækið

Styrmir og fjölskyldufyrirtækið

Eyjan
10.04.2012

Greinar Styrmis Gunnarssonar í Mogganum verða stöðugt áhugaverðari. Styrmir telur sig vera Sjálfstæðismann – en í rauninni er það frá honum sem beittasta gagnrýnin á flokkinn kemur. Hann hefur ekki legið á þeirri skoðun sinni að flokkurinn sé alltof undirgefinn hagsmunahópum. Og í greininni sem Styrmir skrifaði í Moggann nú um helgina spurði hann hvor Lesa meira

Forsetakosningarnar og Samfylkingin

Forsetakosningarnar og Samfylkingin

Eyjan
10.04.2012

Það er mikið deilt um það núna hvort framboð Þóru Arnórsdóttur sé á vegum Samfylkingarinnar eða Evrópusinna. Einum þeirra sem hefur haldið þessu fram, Páli Vilhjálmssyni, er úthúðað á internetinu eins og hann sé fábjáni eða þaðan af verra. Það lýsir miklu óþoli – og er áhyggjuefni. Framboðið er ekki á vegum Samfylkingarinnar eða stjórnarflokkanna Lesa meira

The Dubliners

The Dubliners

Eyjan
09.04.2012

Þegar ég var strákur voru til plötur með The Dubliners á heimili mínu. Ég lærði fullt af lögum þeirra, Dirty Old Town, The Foggy Dew og baráttusöngva eins og Wrap The Green Flag Round Me Boys. Gat sungið þetta með mikilli tilfinningu og leikið á tinflautu. Af þessu varð ég mikill áhugamaður um Írland, írska Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af