Hald lagt á skammbyssur og vélbyssur við húsleit á höfuðborgarsvæðinu
FréttirÍ tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að mikið af skotvopnum, m.a. skammbyssur og vélbyssur, og íhlutum skotvopna, ásamt miklu magni af skotfærum var haldlagt við húsleit á höfuðborgarsvæðinu fyrir helgina. Megnið af þeim vopnum sem fundust við leitina séu í eigu húsráðanda enda skráð á hann í skotvopnaskrá. Þó sé ljóst að hluti Lesa meira
Varpar ljósi á sláandi fækkun lögreglumanna á höfuðborgarsvæðinu
FréttirFærri lögreglumenn starfa nú á höfuðborgarsvæðinu en þegar embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu var stofnað árið 2007. Þetta er meðal þess sem fram kemur í grein eftir Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur, þingmann Viðreisnar, í Morgunblaðinu í dag. Á sama tíma og lögreglumönnum hefur fækkað hefur gríðarleg fólksfjölgun orðið á höfuðborgarsvæðinu og starfsumhverfi lögreglu þyngst. Hvernig má þetta Lesa meira
Lögregla kölluð til vegna taps Arsenal
FréttirEnska knattspyrnufélagið Arsenal á marga stuðningsmenn hér á landi og eins og þeir ættu að vita tapaði karlalið félagsins leik sínum gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Svo illa tóku nokkrir stuðningsmenn liðsins hér á landi tapinu að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til. Í dagbók lögreglunnar segir eftirfarandi um atvikið: „Tilkynnt um Lesa meira
Lögreglan kannast ekkert við lýsingar Þórunnar og Brian
FréttirLögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tilkynningu vegna frétta fjölmiðla af lýsingu Þórunnar Helgadóttur og stjúpsonar hennar Brian á samskiptum hans við lögregluna síðdegis á aðfangadag. Þau halda því fram að Brian hafi verið handtekinn fyrir litlar sem engar sakir en ástæðan sem gefin hafi verið upp sé sú að Brian hafi ekki haft Lesa meira
Margeir sagður hafa gert leyniupptöku af lögreglukonu sem hann áreitti
FréttirMargeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er sagður hafa hljóðritað samtal við lögreglukonu sem hann áreitti. Heimildin greinir frá þessu í nýjasta tölublaði sínu. Er Margeir sagður hafa reynt að nýta sér það sem fram kom á upptökunni þegar sálfræðistofa var fengin til að leggja mat á samskipti hans við konuna. Margeir tók við nýrri stöðu Lesa meira
Allir synir Eddu fundnir og á leið til Noregs
FréttirAllir þrír synir Eddu Bjarkar Arnardóttur eru fundnir og eru nú á leið ásamt föður sínum til Noregs. Þetta kemur fram í frétt Nútímans. Fyrr í dag var greint frá því að tveir drengjanna hefðu fundist í Garðabæ í fylgd systur Eddu og var hún handtekin og lögmaður Eddu hefur einnig verið handtekinn. Sjá einnig: Lesa meira
Lögreglumaður með áfallastreituröskun fær ekki bætur
FréttirHæstiréttur kvað í dag upp dóm í máli sem maður höfðaði gegn Vátryggingafélagi Íslands (VÍS). Maðurinn hefur starfað sem lögreglumaður en glímdi við áfallastreituröskun eftir að hafa komið að máli í Árbæ árið 2013 sem endaði með því að maður, sem átti við geðræn vandamál að stríða, skaut á lögreglumenn. Að lokum skaut sérsveit ríkislögreglustjóra Lesa meira
Helltist úr súpupotti yfir ungling
FréttirNóg var um vera hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt eins og svo oft áður á aðfaranótt sunnudags. Í dagbók embættisins kemur fram að óskað var eftir aðstoð lögreglu á veitingastað í miðbæ Reykjavíkur vegna einstaklings sem neitaði að greiða fyrir veitingar sem hann hafði pantað. Óskað var eftir aðstoð lögreglu að heimili Lesa meira
Kristinn fékk undarlegt símtal frá lögreglunni í gær: „En þú ert nú engu að síður að hringa í mig. Frá embætti lögreglunnar?”
FréttirKristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segir frá undarlegu símtali sem hann fékk frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær. Kristinn er staddur í London og segir hann frá þessu á Facebook-síðu sinni. „Löggan hringdi í mig hingað til London í gær, ekki Scotland Yard heldur lögreglan á íslenska höfuðborgarsvæðinu. Líklegast hefur upphringjandinn haldið að ég færi í hnút yfir símtalinu svo Lesa meira
Þrír handteknir vegna skotárásarinnar í Úlfársdal
FréttirMbl.is greindi frá því fyrir stuttu að Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafi staðfest að þrír menn hafi verið handteknir vegna skotárásarinnar sem framin í Úlfarsárdal í nótt. Grímur tjáði Mbl að atburðarásin væri að skýrast en rannsóknin sé enn í fullum gangi. Hann segir ekki ákveðið hvort lýst verður eftir einhverjum vegna Lesa meira