fbpx
Miðvikudagur 15.maí 2024

Kvikmyndir

Kvikmyndin Undir Halastjörnu frumsýnd 12. október – Byggð á Líkfundarmálinu

Kvikmyndin Undir Halastjörnu frumsýnd 12. október – Byggð á Líkfundarmálinu

Fókus
28.08.2018

Undir Halastjörnu verður frumsýnd 12.október en myndin er byggð á Líkfundarmálinu sem vakti gríðarlega athygli hér á landi árið 2004. Leikstjóri, handritshöfundur og framleiðandi er Ari Alexander Ergis Magnússon. Aðrir framleiðendur eru Friðrik Þór Friðriksson og Kristinn Þórðarson og Leifur Dagfinsson hjá Truenorth. Í aðalhlutverkum eru Pääru Oja, Kaspar Velberg, Atli Rafn Sigurðsson og Tómas Lesa meira

Verndarar vetrarbrautarinnar í straffi

Verndarar vetrarbrautarinnar í straffi

Fókus
26.08.2018

Framtíð Guardians of the Galaxy myndabálksins hefur verið afar óljós á undanförnum vikum, en nú er formlega búið að setja þriðju myndina í ótímabundna biðstöðu eftir brottrekstur leikstjórans James Gunn. Telja margir ólíklegt að myndin verði nokkurn tímann að veruleika upp úr þessu. Ákvörðunin um brottreksturinn var tekin eftir að umdeild tíst leikstjórans komust í Lesa meira

Kvíðakast – Þú veist aldrei hvenær það skellur á

Kvíðakast – Þú veist aldrei hvenær það skellur á

Fókus
23.08.2018

Klikkuð kolsvört kómedía með sex mismunandi sögum sem fléttast saman á stórkostlegan hátt í kvikmynd sem slegið hefur í gegn í Póllandi og hefur verið líkt við hina frábæru kvikmynd Wild Tales. Sex sögur um venjulegt fólk sem lendir í ótrúlegum aðstæðum sem leiða til þess að þau fá kvíðakast. Upplifunin er sannkölluð rússíbanareið atburða: Lesa meira

5 norrænar kvikmyndir tilnefndar til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2018 – Kona fer í stríð er framlag Íslands

5 norrænar kvikmyndir tilnefndar til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2018 – Kona fer í stríð er framlag Íslands

Fókus
21.08.2018

Á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Haugasundi nú fyrir stuttu var  tilkynnt hvaða fimm kvikmyndir frá Norðurlöndunum fimm (Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur og Svíþjóð) hljóta tilnefningu til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2018, en þau verða veitt í ár í 15. skiptið. Kvikmyndirnar fimm sem tilnefndar eru til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2018 eru: Ísland: Kona fer í stríð (enskur titill: Woman at Lesa meira

Bransasögur í Hollywood – Stærsta Tarantino myndin til þessa

Bransasögur í Hollywood – Stærsta Tarantino myndin til þessa

Fókus
16.08.2018

Níunda og nýjasta kvikmynd leikstjórans Quentin Tarantino, Once Upon a Time in Hollywood, verður frumsýnd eftir tæplega ár og er sögð vera hans stærsta til þessa. Myndin segir nokkrar bransasögur af lífi fræga fólksins í Los Angeles árið 1969. Sagt er að nálgunin verði með ekki ósvipuðu sniði Pulp Fiction að því leyti hvernig ólíkar Lesa meira

Nýja Mulan lifnar við – Óvíst hvort verði sungið í myndinni

Nýja Mulan lifnar við – Óvíst hvort verði sungið í myndinni

Fókus
14.08.2018

Framleiðsla er hafin á kvikmynd um Mulan, leikinni kvikmynd frá Disney sem byggir lauslega á samnefndri verðlaunateiknimynd frá árinu 1998. Rétt eins og upprunalega teiknimyndin er um að ræða kínverska þjóðsögu um unga stríðshetju sem dulbýr sig sem karlmann. Disney birti fyrstu ljósmyndina frá framleiðslu myndarinnar á samfélagsmiðlinum Twitter en þar sést leikkonan Yifei Liu Lesa meira

RIFF haldin í 15. sinn í ár – Nældu þér í Early Bird hátíðarpassa

RIFF haldin í 15. sinn í ár – Nældu þér í Early Bird hátíðarpassa

Fókus
14.08.2018

Stærsta kvikmyndahátíð Íslands, RIFF (Reykjavík International Film Festival ) fer fram í 15. sinn dagana 27. september til 7. október næstkomandi. Early-Bird hátíðarpassar eru nú fáanlegir á riff.is og verða í boði til 16. ágúst. Dagskrá RIFF verður einstaklega glæsileg í ár að söfn RIFF hópsins og nú er bara að láta sig hlakka til.

Michael Moore jarðar Trump: „Dömur mínar og herrar, síðasti forseti Bandaríkjanna“

Michael Moore jarðar Trump: „Dömur mínar og herrar, síðasti forseti Bandaríkjanna“

Fókus
09.08.2018

Fyrsta stiklan er lent fyrir nýjustu heimildarmynd kvikmyndagerðarmannsins Michael Moore, en þar er Donald Trump Bandaríkjaforseti settur undir smásjánna og tekinn harðlega fyrir. Myndin ber heitið Fahrenheit 11/9 og er það vísun í verðlaunamynd Moore frá 2004 og dagsetninguna 9. nóvember þegar tilkynnt var að Trump yrði forseti Bandaríkjanna. Nýja mynd Moore verður uppsett með Lesa meira

„Ég er nefnilega svo aldeilis yfirgengilega magnaður að lifa“

„Ég er nefnilega svo aldeilis yfirgengilega magnaður að lifa“

Fókus
09.08.2018

Í kvöld kl. 20 verður heimildarmyndin ,,Ég er nefnilega svo aldeilis yfirgengilega magnaður að lifa“ sýnd í Hömrum í Menningarhúsinu Hofi. Heimildarmyndina gerði Egill Eðvarðsson árið 1995 um síðustu einkasýningu listamannsins Stefáns frá Möðrudal, Stórval, Stórvals sem hann hélt austur á Vopnafirði með pompi og prakt. Heimildarmyndin er um 45 mínútur að lengd og er Lesa meira

Sjáðu nýja stiklu úr Lof mér að falla

Sjáðu nýja stiklu úr Lof mér að falla

Fókus
07.08.2018

Glæný stikla er lent úr kvikmyndinni Lof mér að falla, þeirri nýjustu úr smiðju leikstjórans Baldvins Z en hann skrifar einnig handrit myndarinnar ásamt Birgi Erni Steinarssyni. Lof mér að falla fjallar um hina 15 ára gömlu Magneu en líf hennar umturnast þegar hún kynnist hinni átján ára gömlu Stellu. Magnea laðast að hispurslausu lífi Stellu og Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af