Ljósbrot valin á stærstu kvikmyndahátíð Asíu
FókusKvikmyndin Ljósbrot eftir Rúnar Rúnarsson hefur verið valin á kvikmyndahátíðina í Busan í Suður-Kóreu. Hátíðin er stærsta kvikmyndahátíð Asíu og jafnframt talin sú mikilvægasta. Ljósbrot hefur verið að fara sigurför um heiminn eftir að hafa hlotið standandi lófaklapp sem opnunarmynd á Kvikmyndahátíðinni í Cannes. Myndin hefur unnið fimm alþjóðleg kvikmyndaverðlaun og einnig hefur Ljósbrots verið Lesa meira
Ljósbrot valin besta Norræna kvikmyndin
FókusÁ lokaathöfn kvikmyndahátíðarinnar í Ósló tilkynnti formaður dómnefndarinnar Jorunn Myklebust, að íslenska kvikmyndin Ljósbrot hafi hlotið aðalverðlaun hátíðarinnar og verið valin besta Norræna kvikmyndin. „Ljósbrot fjallar um sorgina á fíngerðan og flókinn hátt. Á stuttum tíma fangar myndin fjölmargar tilfinningar eins og ást, umhyggju, reiði og afbrýðisemi. Í gegnum þetta litróf tilfinninga, ná sérstaklega aðalkvenpersónurnar Lesa meira
Snerting fær Gullna þumalinn
FókusLeikstjórinn Baltasar Kormákur hefur hlotið hin eftirsóttu „Roger Ebert Golden Thumb“ verðlaun fyrir Snertingu. „Þetta er mikill heiður,“ segir Baltasar Kormákur. „Roger Ebert var geysilega áhrifamikill og arfleið hans lifir enn. Ég deili þessum verðlaunum með samstarfsfólki mínu sem á ekki síður en ég þátt í velgengni Snertingar.“ „Gullni þumallinn“ var fyrst veittur árið 2004 Lesa meira
Fagna 40 ára afmæli Hrafnsins flýgur með tónleikasýningu – „Hún er lífseig, þessi mynd mín“
FókusSérstök afmælissýning verður á kvikmyndinni Hrafninn flýgur í tilefni af 40 ára afmæli myndarinnar á kvikmyndahátíðinni RIFF í október. Leikstjórinn Hrafn Gunnlaugsson segir myndina hafa verið gríðarlegt verkefni á sínum tíma og að hún eigi enn þá aðdáendaklúbba víða um heim. „Hún er lífseig, þessi mynd mín,“ segir Hrafn Gunnlaugsson um Hrafninn flýgur, sem var sú fyrsta í Lesa meira
Ljósbrot verður sýnd um allan heim
FókusKvikmyndin Ljósbrot eftir Rúnar Rúnarsson hefur verið að gera það gott að undanförnu. Þessu til marks, birti Variety, sem er eitt víðlesnasta og virtasta tímarit skemmtanaiðnaðarins, frétt um velgengni myndarinnar. Þar kemur fram að Ljósbrot sé að seljast mjög vel og að fyrir liggi fjöldi dreifingarsamninga sem leiðir til þess að Ljósbrot muni fara í Lesa meira
Snerting tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2024
FókusNorræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn tilkynnir í dag um tilnefningar til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs. Tilnefningarnar voru gerðar opinberar á Alþjóðlegu norsku kvikmyndahátíðinni í Haugesund. Fjórar leiknar myndir og tvær heimildarmyndir í fullri lengd hafa hlotið tilnefningar til hinna virtu kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2024, en allar hafa þær vakið talsverða athygli á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum undanfarið ár. Á bakvið kvikmyndirnar Lesa meira
Ljósbrot í forvali Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna
FókusFranska leikkonan Juliette Binoche, forseti Evrópsku kvikmyndaakademíunar, tilkynnti á blaðamannafundi í morgun að Ljósbrot kvikmynd Rúnars Rúnarssonar er á meðal þeirra mynda sem valdar hafa verið til forvals Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna. Er þetta enn ein rósin í hnappagatið hjá aðstandendum myndarinnar. Ljósbrot var í vor opnunarmynd kvikmyndahátíðarinnar í Cannes og hlaut myndin standandi lófaklapp áhorfanda sem Lesa meira
Erlendir miðlar ausa Snertingu lofi
FókusSnerting gengur fyrir fullu húsi í kvikmyndahúsum landsins og hafa rúmlega 20 þúsund gestir upplifað þessa einstöku mynd sem snertir svo sannarlega við áhorfendum. En það eru ekki bara Íslendingar sem eru hrifnir af Snertingu heldur keppast erlendir miðlar við að ausa myndina lofi. „Kormákur og samstarfsfélagar kalla fram tilfinningar ástúðar og angistar með gullfallegum Lesa meira
Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“
FókusKvikmyndaleikkonan Anne Hathaway lýsir hræðilegri lífsreynslu þegar verið var að velja leikara fyrir bíómynd. Var hún látin fara í sleik við tíu menn. „Skömmu eftir árið 2000, og þetta kom fyrir mig, var það algengt að biðja leikara um að fara í sleik við aðra leikara til þess að prófa sambandið á milli þeirra, sem er reyndar Lesa meira
Friðrik Þór leiðir dómnefnd á umdeildri kvikmyndahátíð í Rússlandi – „Ég er forvitinn um hvað Rússar eru að gera“
FréttirKvikmyndaleikstjórinn og framleiðandinn Friðrik Þór Friðriksson mun leiða dómnefnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Moskvu. Fjölmargir vestrænir aðilar og Úkraínumenn hafa kallað eftir sniðgöngu á hátíðinni eftir innrás Rússa inn í Úkraínu. Aðspurður segist Friðrik Þór alls ekki styðja málstað Rússa. „Ég er forvitinn um hvað Rússar eru að gera,“ segir hann. Notuð í áróðri fyrir Lesa meira