fbpx
Sunnudagur 08.desember 2024
Fókus

Þrenn íslensk verðlaun í Lubeck

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 11. nóvember 2024 17:41

Katla Njálsdóttir, Mirja Turestedt, Caroline Ingvarsson, Reik Möller, Sylvia Le Fanu, Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Eirik Sæter Stordahl, Susanne Kasimir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lokathöfn Kvikmyndahátíðarinnar í Lubeck í Þýskalandi var haldin með pomp og prakt á föstudagskvöld. Í ár voru fimm íslensk kvikmynda- og sjónvarpsverk sýnd á hátíðinni, sem er ein sú stærsta og mikilvægasta sem helguð er kvikmyndagerð á Norðurlöndum.

Rúnar Rúnarsson leikstjóri og Heather Millard fengu tvenn verðlaun á hátíðinni. Annars vegar Interfilm Kirkjuverðlaunin fyrir Ljósbrot og hins vegar var O (hringur) valin besta stuttmyndin. Bæði kvikmyndaverkin hafa verið á ferðalagi milli stærstu og virtustu kvikmyndahátíða heims og sopað að sér verðlaunum síðan þau voru heimsfrumsýnd í Cannes og á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Katla Njálsdóttir leikkona í Ljósbroti tók á móti báðum verðlaununum.

Heimildamynd Pamelu Hogan, Dagurinn sem Ísland stöðvaðist, hlaut verðlaunin sem besta heimildarmyndin. Myndina gerir hún í samstarfi við Hrafnhildi Gunnarsdóttur og hefur myndin notið mikillar velgengni síðan hún var heimsfrumsýnd á stærstu heimildamyndahátíð Norður-Ameríku, Hot Docs, fyrr á árinu. Hrafnhildur veitti verðlaunum þeirra viðtöku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Allir að missa sig yfir „nýju og unglegu andliti“ Donatellu Versace

Allir að missa sig yfir „nýju og unglegu andliti“ Donatellu Versace
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hann á í leynilegu ástarsambandi með frænku sinni – „Ég óttast að nektarmynd komi upp um mig“

Hann á í leynilegu ástarsambandi með frænku sinni – „Ég óttast að nektarmynd komi upp um mig“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað eftir að hún dansaði við sjúkrarúm mun eldri kærastans – „Ég komst í erfðaskrána“

Allt brjálað eftir að hún dansaði við sjúkrarúm mun eldri kærastans – „Ég komst í erfðaskrána“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Listapar selur uppgerða eign í Sæviðarsundi

Listapar selur uppgerða eign í Sæviðarsundi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tvöföld útgáfuveisla í Fríkirkjunni

Tvöföld útgáfuveisla í Fríkirkjunni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Seldist upp á In Flames á aðeins tveimur dögum

Seldist upp á In Flames á aðeins tveimur dögum