fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Fundu nýja kórónuveiru – Gæti borist í fólk

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 29. nóvember 2022 05:26

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn hafa fundið fimm veirur sem eru líklegar til að geta borist í fólk eða búfénað. Þeirra á meðal er ein sem er náskyld Sars-Cov-2 (sem veldur Covid-19) og Sars.

Ástralskir og kínverskir vísindamenn tóku sýni úr 149 leðurblökum í Yunnan-héraðinu, sem er á landamærum Laos og Mjanmar, og fundu veirurnar sem þeir telja líklegar til að geti borist í fólk eða búfénað. The Telegraph skýrir frá þessu. Meðal þeirra var kórónuveira sem er náskyld Sars-Cov-2 og Sars.

„Þetta þýðir að Sars-Cov-2 líkar veirur er enn að finna í kínverskum leðurblökum og valda hættu,“ er haft eftir Eddie Holmes, prófessor og þróunarlíffræðingi við Sydney háskóla og meðhöfundi rannsóknarinnar.

Rannsóknin hefur ekki verið ritrýnd. Samkvæmt því sem kemur fram í henni voru leðurblökur reglulega smitaðar af mörgum veirum samtímis. Þetta er mjög athyglisvert og mikilvægt því þetta sýnir að veirur geta hugsanlega skipst á erfðalyklum en það getur orðið til þess að nýjar veirur verða til.

Stuar Neil, prófessor og yfirmaður smitsjúkdómadeildar King‘s College London, sagði að rannsóknin veiti mikilvæga innsýn í þróun og vistfræði kórónuveira og að hætta sé á að þær berist í fólk.

Fyrri greiningar hafa sýnt að allt að 400.000 manns smitist árlega af veirum, sem leðurblökur bera, í suðurhluta Kína og suðaustur Asíu.

Ein af veirunum fimm, sem eru flokkaðar sem „veirur sem þarf að hafa áhyggjur af“, gengur undir heitinu BtSY2. Hún er með einkenni Sars, sem er veira sem varð 774 að bana og smitaði 8.000 í faraldri 2003, og Sars-Cov-2 sem veldur Covid-19.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vitsmunaverur gætu stýrt hröðustu stjörnunum í vetrarbrautum

Vitsmunaverur gætu stýrt hröðustu stjörnunum í vetrarbrautum
Pressan
Í gær

Þetta er ástæðan fyrir að þú vaknar stundum rétt áður en vekjaraklukkan hringir

Þetta er ástæðan fyrir að þú vaknar stundum rétt áður en vekjaraklukkan hringir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Mamma var með kórónuna þegar ég fór í bað“ sagði konungurinn

„Mamma var með kórónuna þegar ég fór í bað“ sagði konungurinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

25 mafíósar handteknir – Þar á meðal nunna

25 mafíósar handteknir – Þar á meðal nunna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vísindamenn hafa uppgötvað raunverulegu ástæðuna fyrir að konur gera sér upp fullnægingu

Vísindamenn hafa uppgötvað raunverulegu ástæðuna fyrir að konur gera sér upp fullnægingu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“