fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025

Kærunefnd húsamála

Segja leigjandann hafa valdið tjóni en voru of sein og sitja í súpunni

Segja leigjandann hafa valdið tjóni en voru of sein og sitja í súpunni

Fréttir
28.05.2024

Kærunefnd húsamála hefur sent frá sér úrskurð í máli sem þrír leigusalar beindu til nefndarinnar. Leigusalarnir eiga saman íbúð sem þeir leigðu leigjanda nokkrum sem þeir sögðu hafa valdið tjóni á íbúðinni. Kröfðust þeir þess að nefndin myndi heimila þeim að halda eftir tryggingarfé en leigjandinn krafðist þess að leigusölunum yrði gert að endurgreiða honum Lesa meira

Seldi húsnæðið án þess að láta leigjandann vita

Seldi húsnæðið án þess að láta leigjandann vita

Fréttir
27.05.2024

Kærunefnd húsamála hefur kveðið upp úrskurð í máli sem eitt fyrirtæki beindi að öðru fyrirtæki. Fyrrnefnda fyrirtækið hafði leigt skrifstofuhúsnæði af hinu síðarnefnda og krafðist þess að fá tryggingarfé endurgreitt en húsnæðið hafði verið selt án þess að fyrirtækið sem leigði það hefði verið upplýst um söluna. Í úrskurðinum segir að aðilar málsins hafi gert Lesa meira

Tókst ekki að sanna að leigjandinn hefði ekki þrifið húsnæðið en fær vangreidda leigu greidda

Tókst ekki að sanna að leigjandinn hefði ekki þrifið húsnæðið en fær vangreidda leigu greidda

Fréttir
20.04.2024

Kærunefnd húsamála hefur kveðið upp úrskurð í máli þar sem leigusali krafðist þess að fyrrum leigjanda hans yrði gert að greiða leigu fyrir bæði október og nóvember 2023. Nefndin féllst á hluta krafna leigusalans en hafnaði því sem eftir stóð þar sem honum hafði ekki tekist að færa sönnur á að viðskilnaður leigjandans við húsnæðið Lesa meira

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni

Fréttir
18.04.2024

Kærunefnd húsamála hefur kveðið upp úrskurð sinn í máli sem varðaði kvörtun konu nokkurrar sem krafðist þess að fá afslátt af leigu á íbúð á grundvelli þess að leigusalinn, sem einnig er kona, hafi ekki sinnt viðgerðum. Krafðist leigjandinn einnig bóta vegna ólöglegrar ljósmyndunar í gegnum glugga á íbúðinni, fyrirvaralausrar komu eiginmanns leigusalans og þriggja Lesa meira

Lagði bílnum ólöglega og fékk ekki leigusamninginn endurnýjaðan

Lagði bílnum ólöglega og fékk ekki leigusamninginn endurnýjaðan

Fréttir
17.04.2024

Kærunefnd húsamála hefur kveðið upp úrskurð í máli sem maður nokkur beindi til nefndarinnar. Krafðist hann þess að viðurkennt væri að leigusala hans bæri að fallast á beiðni hans um framlengingu á leigusamningi þeirra á milli. Leigusalinn féllst ekki á beiðni mannsins á þeim grundvelli að hann hefði ítrekað lagt bíl sínum ólöglega við húsið Lesa meira

Kærunefnd húsamála segist vera sprungin

Kærunefnd húsamála segist vera sprungin

Fréttir
15.04.2024

Í umsögn Kærunefndar húsamála um frumvarp til húsaleigulaga sem nú er til meðferðar á Alþingi segir meðal annars að laun nefndarmanna séu ekki í takt við vinnuframlag og vegna álags og of lágra fjárframlaga nái nefndin sjaldnast að standa við lögbundin málsmeðferðartíma og sé því í raun sprungin. Á vefsíðu Stjórnarráðsins segir um Kærunefnd húsamála Lesa meira

Girðing sem átti að skapa næði milli nágranna veldur því að einn þeirra kemst ekki í sólbað – „Ókunnugt fólk ítrekað að ganga í gegnum garðinn“

Girðing sem átti að skapa næði milli nágranna veldur því að einn þeirra kemst ekki í sólbað – „Ókunnugt fólk ítrekað að ganga í gegnum garðinn“

Fréttir
24.03.2024

Ágreiningur varð milli tveggja nágranna um útfærslu sameiginlegrar framkvæmdar þar sem girðing var sett um baklóð húss þeirra. Um var að ræða þrjú þriggja hæða raðhúsog voru jarðhæðir í öllum eignarhlutum aðgreindar frá efri hæðum og aðgengi að jarðhæðum varð þar með í gegnum bakgarðinn. Aðgengi að eignarhluta íbúðar á jarðhæð í miðju hússins (eignarhluti Lesa meira

Veggjalús til vandræða í leiguhúsnæði – Leigusalinn vildi meina að hún hefði flutt inn með leigjandanum

Veggjalús til vandræða í leiguhúsnæði – Leigusalinn vildi meina að hún hefði flutt inn með leigjandanum

Fréttir
22.03.2024

Leigjandi sem gert hafði tímabundinn leigusamning frá 1. febrúar 2023 til 31. desember 2025 hafnaði kröfu leigusalans um að halda eftir tryggingafé að fjárhæð 40.000 krónur og leitaði til Kærunefndar húsamála vegna ágreiningsins. Tryggingaféð sem leigjandinn hafði lagt fram í upphafi var 179.000 krónur og hafði hann fengið féð endurgreitt fyrir utan 40.000 krónur. Tryggingaféð Lesa meira

Vildi fá greitt fyrir að koma í veg fyrir að húsið brynni – Ásakanir ganga á víxl í dramatískum samskiptum leigjanda og leigusala

Vildi fá greitt fyrir að koma í veg fyrir að húsið brynni – Ásakanir ganga á víxl í dramatískum samskiptum leigjanda og leigusala

Fréttir
20.03.2024

Kærunefnd húsamála hefur kveðið upp úrskurð sinn í máli sem leigjandi beindi til nefndarinnar vegna deilna við leigusala sinn um endurgreiðslu leigu, greiðslu fyrir þrif á hinu leigða húsnæði og greiðslu fyrir að koma í veg fyrir að eldur breiddist þar út. Úrskurðaði nefndin leigusalanum í vil en af úrskurðinum má dæma hefur talsvert gengið Lesa meira

Altjón varð á leiguíbúð – Leigusali vildi hirða allt tryggingarféð og þrætt um hver átti ísskápinn

Altjón varð á leiguíbúð – Leigusali vildi hirða allt tryggingarféð og þrætt um hver átti ísskápinn

Fréttir
22.02.2024

Þann 19. desember 2022 kviknaði í íbúð út frá potti sem hafði gleymst á hellu, enginn var í íbúðinni svo eldurinn kraumaði, íbúðin var óíbúðarhæf og um altjón að ræða. Íbúðin var í útleigu og var leigusamningur frá 27. júlí 2021 til 27. júlí 2023 í gildi. Bæði leigjandi og leigusali voru vel tryggðir vegna Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af