Orðið á götunni: Klúður byrjað hjá Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki – verður Miðflokkurinn stærstur?
EyjanOrðið á götunni er að Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hafi nú þegar gert þrenn alvarleg mistök við upphaf kosningabaráttunnar. Flokkurinn gæti misst það forskot sem hann hefur haft í skoðanakönnunum í meira en heilt ár vegna klúðurs formannsins. Margt bendir til þess að reynsluleysi Kristrúnar í stjórnmálum sé þegar farið að segja til sín og Lesa meira
Orðið á götunni: Jón Gunnarsson kyssir vöndinn – þiggur miskabætur og fær að bægslast um í matvælaráðuneytinu
EyjanSjálfstæðisflokkurinn hafnaði Jóni Gunnarssyni, alþingismanni, eftir 17 ára feril á þingi í uppstillingu lista flokksins í liðinni viku. Varaformaðurinn Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir lagði á flótta úr fyrra kjördæmi sínu, Norðvestur, vegna þess að bakland hennar þar var horfið enda hefur hún átt heima í Kópavogi síðustu 10 ár. Hún bar sigurorð af Jóni sem Lesa meira
Segir að Bjarni hafi óttast að Jón myndi gera eins og Sigríður Andersen
EyjanSigurjón M. Egilsson, fyrrverandi ritstjóri og fréttastjóri, segir að Valhöll hafi óttast að Jón Gunnarsson myndi fara sömu leið og Sigríður Á. Andersen og skipta um flokk. Morgunblaðið greindi frá því í dag að Jón muni skipa 5. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og um leið verður hann sérstakur fulltrúi Bjarna í matvælaráðuneytinu. Sigurjón gerir þetta að umtalsefni Lesa meira
Orðið á götunni: Panik í Valhöll – reynt að sannfæra Jón um að taka „baráttusætið“
EyjanOrðið á götunni er að andrúmsloftið í Valhöll sé fremur drungalegt þessa dagana. Sjálfstæðismenn, og raunar fleiri, áttu von á því að flokkurinn tæki góðan kipp upp á við í skoðanakönnunum í kjölfar þess að Bjarni Benediktsson sleit ríkisstjórninni og boðaði til kosningar. Almennt var talið að lítið fylgi flokksins í skoðanakönnunum að undanförnu stafaði Lesa meira
Orðið á götunni: Blóðbað í Sjálfstæðisflokknum – níu af sautján þingmönnum fallnir eða í fallhættu
EyjanTrúlega hafa aldrei orðið önnur eins umskipti á þingflokki Sjálfstæðisflokksins eins og núna. Þingflokkurinn hefur talið sautján fulltrúa en níu þeirra eru annað hvort fallnir út eða í bráðri fallhættu. Einungis átta af núverandi þingmönnum hafa vissu fyrir því að eiga afturkvæmt til setu á Alþingi eftir kosningarnar í lok næsta mánaðar. Orðið á götunni Lesa meira
Þórdís Kolbrún skorar Jón á Hólm
EyjanÞórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra mun bjóða sig fram í 2. sætið á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar sem fram fara í næsta mánuði. Ljóst er því að hún mun skora Jón Gunnarsson, þingmann flokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra á hólm, sem var í þessu sæti í síðustu kosningum og hefur tilkynnt Lesa meira
Orðið á götunni: Framboð Þórdísar Kolbrúnar í Kraganum löngu ákveðið – hluti af stærra plotti
EyjanAthygli vakti að í Morgunblaðinu í morgun lýsti Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi, því yfir að hún íhugi alvarlega að bjóða sig fram í Suðvesturkjördæmi í komandi þingkosningum. Orðið á götunni er að Þórdís Kolbrún standi frammi fyrir djúpstæðum vanda hvað framboðsmál varðar. Hún þykir lítt hafa sinnt Lesa meira
Jón Gunnarsson: Býð mig fram í næstu þingkosningum – flokksmenn velja listann
EyjanEnginn bilbugur er á Jóni Gunnarssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins í Kraganum, þegar kemur að framboði í næstu þingkosningum. Hann brennur enn fyrir verkefninu og aftekur með öllu að til greina komi hjá honum að bjóða sig fram fyrir Miðflokkinn eða nýjan flokk Arnars Þórs Jónssonar. Ekki hefur verið ákveðið að hafa prófkjör, sem samkvæmt reglum Sjálfstæðisflokksins Lesa meira
Jón Gunnarsson: Orkuskortur veldur tugmilljarða tjóni árlega – mun stærra mál en veiðigjöldin
EyjanStjórnmálin hafa staðið í vegi fyrir orkuframkvæmdum alveg frá hruni, það er ekki bara í tíð þessarar ríkisstjórnar sem tafir hafa verið á orkuframkvæmdum. Það er verið að rífast um nokkra milljarða til eða frá vegna veiðigjalda en ekki rætt um það tugmilljarðatjón sem verður á hverju ári vegna orkuskorts, auk áhrifa sem sá skortur Lesa meira
Jón Gunnarsson: Ættum að skoða aðild okkar að EES – fríverslunarsamningur kannski betri
EyjanÞó að margt gott hafi komið með inngöngunni í EES á sínum tíma væri athugandi fyrir okkur Íslendinga að skoða það að ganga út úr því samstarfi og gera sérstakan fríverslunarsamning við Evrópusambandið, sérstaklega ef Norðmenn fara slíka leið. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur líklegt að án aðildar að EES hefðum við Íslendingar sjálfir innleitt Lesa meira