Skammaði ráðherra fyrir að brjóta lög og hlunnfara ellilífeyrisþega
EyjanÍ óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag spurði Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, Guðmund Inga Guðbrandsson, félags- og tryggingamálaráðherra, að því hvort ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur teldi sig hafna yfir lög og reglur á Íslandi. Tilefni fyrirspurnarinnar var að þrátt fyrir skýr ákvæði 62. gr. almannatryggingalaga um að elli- og örorkulífeyrir skuli fylgja launaþróun í landinu Lesa meira
Jóhann Páll: Ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum ekki mögulegt nema flokkurinn sé tilbúinn að lyppast niður og lúta stjórn Samfylkingarinnar
EyjanJóhann Páll Jóhannsson, alþingismaður Samfylkingarinnar, er ekki vongóður um að ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum sé mögulegt. Jóhann Páll er viðmælandi Þórarins Hjartarsonar í nýjum þætti hlaðvarpsins Ein Pæling. Aðspurður hvort hann sæi fyrir sér aðstæður þar sem hann gæti hugsað sér að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum segir Jóhann Páll: „Það hlýtur alltaf að vera langerfiðast með Sjálfstæðisflokknum Lesa meira
Jóhann segir Bjarna stimpla sjálfan sig út úr vitrænni umræðu
EyjanJóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir harðlega í nýrri færslu á Facebook-síðu sinni nýleg ummæli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Í samtali við mbl.is sagði Bjarni að það væri ekki hlutverk ríkisfjármálanna að halda aftur af verðbólgu heldur væri það hlutverk Seðlabankans. Bjarni sagði orðið langsótt hjá Seðlabankanum að vísa ábyrgð á hárri verðbólgu á aðra en Lesa meira
Jóhann Páll sakar ríkisstjórnina um spunaleiki – „Allt tal um nýjar og afgerandi aðhaldsráðstafanir til að sporna gegn verðbólgu var blekking“
EyjanJóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sakar ríkisstjórnina um blekkingar varðandi þær aðhaldsaðgerðir sem tilkynntar voru í gær til höfuðs verðbólgunni sem nú geisar hérlendis. Í aðsendri grein á Eyjunni segir Jóhann Páll að flestir hafi vonast til þess að ríkisstjórnin væri loksins vöknuð af þyrnirósarsvefni en þegar rýnt hafi verið í tillögurnar blasi við að Lesa meira
Jóhann Páll skrifar: Fólkið í landinu sér í gegnum spunaleiki
EyjanÍ fréttatilkynningu sem ríkisstjórnin sendi frá sér í gær og yfirlýsingu forsætisráðherra er trommað upp með að nú ætli ríkisstjórnin loksins að ráðast í raunverulegar aðhaldsaðgerðir til að slá á verðbólgu. Af kynningunni mátti ráða að boðaðar væru 36,2 milljarða viðbótaraðgerðir á tekju- og gjaldahlið ríkissjóðs árið 2024 og fréttaflutningur gærdagsins markaðist af þessum skilningi, að Lesa meira
Stefnir í margfalda launahækkun þingmanna – krefur fjármálaráðherra svara
EyjanJóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra, á Alþingi í gær hvort til grein kæmi að setja sams konar krónutöluþak á hækkun launa þingmanna og ráðherra og gerð var á almennum vinnumarkaði. Í andsvari við ræðu Bjarna fór Jóhann Páll yfir það að þegar lög um kjararáð voru felld brott og Lesa meira
Jóhann Páll: „Sérkennileg“ viðbrögð barnamálaráðherra – Lætur eins og þetta komi honum ekki við
FréttirJóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, fagnar svari heilbrigðisráðherra vegna fyrirspurnar um aðfarargerðir í forsjármálum sem framkvæmdar eru gagnvart börnum á heilbrigðisstofnunum. Hann undrast svar barnamálaráðherra sem virðist telja málið sér ekki skylt. Jóhannes Páll segir pott víða brotinn í málaflokknum og vill styrkja vernd barna gegn ofbeldi. „Ég fékk nákvæmlega það fram sem ég vildi Lesa meira
