fbpx
Miðvikudagur 17.apríl 2024
Eyjan

Segir stjórnleysi ríkja við umsýslu eigna íslenska ríkisins

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 2. apríl 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar ritar grein, sem birt er á Vísi, þar sem hann segir atburðarásina í kringum kaup Landsbankans á TM eitt dæmið enn um að stjórnleysi og samskiptaleysi ríki við umsýslu eigna ríkisins.

Jóhann segir ljóst að lengi hafi legið fyrir að í þessi kaup stefndi:

„Legið hefur fyrir í átta mánuði að Landsbankinn sæktist eftir því að kaupa TM og fjórir mánuðir eru liðnir síðan formlegt söluferli hófst. Samkvæmt greinargerð bankaráðs Landsbankans var Bankasýsla ríkisins margupplýst um áformin, í tölvupóstum, á fundum og í símtölum.“

Hann segir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur fjármála- og efnahagsráðherra hafa greint frá því í hlaðvarpsviðtali 2. febrúar síðastliðinn að hún væri mótfallin þessum viðskiptum. Ráðherrann hafi hins vegar bersýnilega ekki gripið til neinna ráðstafana sem henni eru heimilar samkvæmt lögum fyrr en eftir að Landsbankinn hefði lagt fram bindandi kauptilboð og það verið samþykkt. Þá fyrst hafi ráðherrann óskað eftir upplýsingum frá bankasýslu ríkisins vegna málsins.

Jóhann segir að fjármálaráðherra sé vörslumaður ríkiseigna og beri ábyrgð á því að meðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum sé í samræmi við eigendastefnu ríkisins.

Ráðherra hafi heimild samkvæmt lögum um Bankasýslu ríkisins til að beina tilmælum til stofnunarinnar um tiltekin málefni.

Sé Þórdís Kolbrún á móti því að ríkisbankinn kaupi tryggingafélag og telji það stangast á við eigendastefnu ríkisins þá hafi hún átt að bregðast við tímanlega samkvæmt þeim heimildum sem hún hefur.

Ráðherrar beri ábyrgð

Jóhann Páll segir Þórdísi Kolbrúnu og samflokksmenn hennar hafa ítrekað vísað allri ábyrgð á hendur bankaráði Landsbankans. Fjármálaráðherra beri hins vegar sína ábyrgð. Umboðsmaður Alþingis hafi til að mynda bent á í áliti sínu um söluna á Íslandsbanka, sem varð til þess að Bjarni Benediktsson og Þórdís Kolbrún skiptu um ráðherrastóla, að fjármálaráðherra beri skylda til að fylgjast með því að starfsemi Bankasýslu ríkisins sé í samræmi við lög og góða stjórnsýsluhætti:

„Á öllum venjulegum vinnustöðum er reglan sú að yfirmenn bera ábyrgð á störfum undirmanna og hafa eftirlit með því að þau fari fram eins og til er ætlast.“

Hann segir Hildi Sverrisdóttur þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins hafa sagt í umræðum á Alþingi að Þórdís Kolbrún hafi staðið sig vel í málinu ekki síst vegna þess að hún hafi ekki átt bein samskipti við stjórnendur bankans vegna kaupa hans á TM. Það hafi hins vegar ekki reynst vera rétt hjá Hildi:

„Tveimur dögum síðar greindi Heimildin frá því að ráðherra hefði sannarlega átt í beinum samskiptum við bankastjóra Landsbankans um kaupin á tryggingafélaginu. Það mun ráðherra hafa gert á fundi 21. febrúar að eigin sögn.“

„Eins og þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins benti á gerir eigendastefna ríkisins einmitt ekki ráð fyrir beinum afskiptum ráðherra af þessu tagi. Ráðherra getur hins vegar beitt sér gagnvart lægra settu stjórnvaldi, Bankasýslu ríkisins, í krafti yfirstjórnunar- og eftirlitsheimilda sinna, með tilmælum samkvæmt 3. mgr. 2. gr. laga um bankasýslu ríkisins. Það er hin lögformlega og rétta leið.“

Skyldan skýr

Að lokum segir Jóhann að það eigi því liggja ljóst fyrir hverjar skyldur Þórdísar Kolbrúnar í málinu hafi verið og að Sjálfstæðisflokkurinn hafi bersýnilega ekkert lært af Íslandsbankamálinu:

„Fjármála- og efnahagsráðherra bar skylda til að fylgjast með starfsemi Bankasýslu ríkisins og hafði fastmótaðar heimildir samkvæmt lögum til að afla upplýsinga og beina fyrirmælum til stofnunarinnar um tiltekin atriði.“

„Af þessu leiðir auðvitað að ráðherra getur ekki firrt sig ábyrgð eða falið sig á bak við „armslengdarsjónarmið” þegar hann klikkar á því að sinna stjórnunar- og eftirlitshlutverki sínu í veigamiklum málum er varða almannahagsmuni.“

„Atburðarásin í kringum kaup Landsbankans á TM og málflutningur Sjálfstæðismanna í kjölfarið bendir ekki til þess að forysta flokksins hafi dregið nokkurn einasta lærdóm af Íslandsbankamálinu.“

Grein Jóhanns í heild sinni er hægt að lesa hér.

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrverandi forstjóri Reita: Hús eru byggð of þétt og of mikill hraði í byggingarframkvæmdum

Fyrrverandi forstjóri Reita: Hús eru byggð of þétt og of mikill hraði í byggingarframkvæmdum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Skipta út bankaráði Landsbankans í heild sinni eftir TM-hneykslið

Skipta út bankaráði Landsbankans í heild sinni eftir TM-hneykslið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sagan muni dæma þau og tíminn leiða í ljós hvað það muni kosta Reykvíkinga – „Þetta eru daprir tímar“

Sagan muni dæma þau og tíminn leiða í ljós hvað það muni kosta Reykvíkinga – „Þetta eru daprir tímar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðbergur býður sig fram til forseta – Mun minnka við sig ef hann flytur til Bessastaða

Guðbergur býður sig fram til forseta – Mun minnka við sig ef hann flytur til Bessastaða