fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Eyjan

Þingmaður Samfylkingar hjólar í Áslaugu Örnu – er þetta skýringin á litlu fylgi Sjálfstæðisflokksins?

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 5. janúar 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingmaður Samfylkingarinnar veltir fyrir sér í aðsendri grein hér á Eyjunni hvort viðhorf gagnvart opinberum starfsmönnum, sem birtist í grein Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kunni að vera skýringin á því að fylgi Sjálfstæðisflokksins skrapar botninn nú um mundir.

Í grein sinni birtir Áslaug Arna tilvitnun í Ronald Reagan, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, um hið opinbera: „The nine most terrifying words in the English language are: I’m from the Government, and I’m here to help.“

Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, bendir á að hjá hinu opinbera starfi 56 þúsund manns, þar af 70 prósent konur. Meirihluti þessa fólks sinni fjölbreyttum störfum í heilbrigðis- og menntakerfinu, störfum sem löngum hafi verið vanmetin kvennastörf.

Hann segir það ómerkilegt hjá ráðherranum að etja fólki saman eftir því hvort það starfi hjá hinu opinbera eða í einkageiranum og lýsir þeirri skoðun sinni að mikill meirihluti þjóðarinnar hafi allt aðra sýn en ráðherrann á gildi opinberra starfa og opinberrar þjónustu.

Jóhann Páll spyr hvort það myndi bæta líf okkar ef ríkið hætti afskiptum af málefnum háskóla, iðnaðar og nýsköpunar.

„Flækir“ það líf okkar þegar hið opinbera tryggir framfærslu fólks vegna atvinnuleysis eða skertrar starfsgetu?

Eru ríki og sveitarfélög að flækja líf fólks með rekstri menntastofnana, þegar lagðir eru vegir og byggðar brýr, þegar heimilum er tryggður aðgangur að heitu vatni og rafmagn er flutt milli landshluta?

Að sjálfsögðu ekki.“

Hann heldur áfram og nefnir til sögunnar Samkeppniseftirlit sem brýtur upp fákeppni og Fjármálaeftirlitið sem hefur eftirlit með starfsemi fjármálafyrirtækja.

Lögreglan gæti öryggis og almannareglu; verndi borgarana þegar hætta steðjar að.

Þá nefnir hann stuðningsgreiðslur til barnafjölskyldna, skuldsettra heimila og leigjenda og fullyrðir að það bæti líf okkar en flæki ekki.

Jóhann Páll telur að fólkið í landinu finni þetta og viti – „og klóri sér jafnvel í kollinum yfir þeirri vegferð sem Sjálfstæðisflokkurinn er á.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands
Eyjan
Fyrir 1 viku

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður