fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025

Ítalía

853 létust af völdum COVID-19 á Ítalíu í gær – Mesti fjöldi síðan í mars

853 létust af völdum COVID-19 á Ítalíu í gær – Mesti fjöldi síðan í mars

Pressan
25.11.2020

Ítölsk heilbrigðisyfirvöld skýrðu frá því í gær að 853 hefðu látist af völdum COVID-19 í landinu síðasta sólarhring. Ekki hafa fleiri látist af völdum sjúkdómsins á einum degi síðan 28. mars. Þetta var einnig umtalsverð fjölgun síðan daginn áður en þá létust 630. Í gær lágu 34.577 COVID-19 sjúklingar á sjúkrahúsum landsins. Ítalía var eitt þeirra vestrænu Lesa meira

Kórónuveiran barst fyrr til Evrópu en áður var talið

Kórónuveiran barst fyrr til Evrópu en áður var talið

Pressan
19.11.2020

Ný rannsókn sýnir að kórónuveiran, sem veldur COVID-19, barst mun fyrr til Evrópu en áður var talið. Rannsóknin leiddi í ljós að veiran var á sveimi á Ítalíu strax í september 2019 en fyrsta smitið á Ítalíu var skráð í bæ nærri Mílanó þann 21. febrúar á þessu ári. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar ítölsku krabbameinsstofnunarinnar INT í Mílanó. Þetta þýðir Lesa meira

Ítalska lögreglan handtók 38 grunaða mafíumeðlimi

Ítalska lögreglan handtók 38 grunaða mafíumeðlimi

Pressan
17.11.2020

Ítalska lögreglan segist hafa veitt Foggia-mafíunni í Puglia þungt högg en ofbeldisverk og glæpir tengdir mafíuhópum í héraðinu hafa aukist mjög undanfarin ár. Lögreglan handtók í gær 38 manns sem eru grunaðir um tengsl við mafíustarfsemi í héraðinu og handtökuskipanir hafa verið gefnar út á hendur fleiri grunuðum mafíumeðlimum. „Foggia-mafían er óvinur ríkisins númer eitt,“ sagði Federico Cafiero de Raho, sérstakur ríkissaksóknari Lesa meira

Óttast að 10.000 manns látist mánaðarlega af völdum COVID-19 á Ítalíu ef ekkert verður að gert

Óttast að 10.000 manns látist mánaðarlega af völdum COVID-19 á Ítalíu ef ekkert verður að gert

Pressan
11.11.2020

Ítalskir læknar segja að búast megi við 10.000 aukalegum dauðsföllum í mánuði hverjum af völdum COVID-19 ef ekki verður gripið til harðari sóttvarnaaðgerða um allt land. Ríkisstjórnin undirbýr nú harðari aðgerðir í fjórum héruðum þar sem faraldurinn þykir kominn á hættulegt stig, það eru Campania, Liguria, Abruzzo og Umbria. En samkvæmt frétt The Guardian þá þykir samtökum ítalskra lækna ekki nógu langt gengið og hvetja til Lesa meira

Ef þú flytur hingað færðu 1,3 milljónir á ári

Ef þú flytur hingað færðu 1,3 milljónir á ári

Pressan
31.10.2020

Í Abruzzo-héraði á Ítalíu er bærinn Santo Stefano di Sessanio. Þegar best lét bjuggu um 4.000 manns í bænum en nú búa aðeins 115 manns þar. Helmingur þeirra er aðeins í bænum um helgar og í fríum. Fabio Santavicca, bæjarstjóri, segir þetta ástand óviðunandi og því hafa bæjaryfirvöld gripið til óvenjulegra aðgerða. Samkvæmt frétt CNN þá vilja þau reyna að lokka ungt fólk til Lesa meira

Óttaðist uppsögn – Eitraði fyrir samstarfskonu sinni í níu mánuði

Óttaðist uppsögn – Eitraði fyrir samstarfskonu sinni í níu mánuði

Pressan
19.10.2020

53 ára ítölsk kona hefur verið dæmd í fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa byrlað samstarfskonu sinni róandi lyf í níu mánuði. Hún setti lyfið í kaffi konunnar á degi hverjum. Ástæðan er að konan hafði heyrt orðróm um að grípa ætti til uppsagna hjá fyrirtækinu og því ákvað hún að gera hina konuna sljóa Lesa meira

Kínverjar renna hýru auga til hafnar á Ítalíu – Óþægilega nálægt flota NATO

Kínverjar renna hýru auga til hafnar á Ítalíu – Óþægilega nálægt flota NATO

Pressan
10.10.2020

Í Taranto á Ítalíu er mikið atvinnuleysi og höfnin þar hefur átt á brattann að sækja undanfarin ár vegna síminnkandi skipaumferðar. En í sumar lagðist skipið „Nicolas“ þar að bryggju og þótti koma þess góð tíðindi. „Þetta er vendipunkturinn og nú hefjast komur fragtskipa á nýjan leik,“ sagði hafnarstjórinn við þetta tækifæri og þakkaði tyrkneska fyrirtækinu Yilport Holding fyrir fjárfestingar Lesa meira

Baráttan um kórónuveirupeningana

Baráttan um kórónuveirupeningana

Pressan
20.09.2020

Endurreisnarsjóður ESB vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar er 750 milljarðar evra og verður hluti upphæðarinnar beinn styrkur til aðildarríkjanna en hluti í formi lána. Ítalir geta notað 20 milljarða evra á næsta ári af þeim 200 milljörðum sem er reiknað með að þeir fái úr sjóðnum. Margir hugsa sér gott til glóðarinnar og vilja fá sinn hlut Lesa meira

Smitaði alla fjölskylduna af kórónuveirunni – „Ég mun aldrei geta fyrirgefið sjálfri mér“

Smitaði alla fjölskylduna af kórónuveirunni – „Ég mun aldrei geta fyrirgefið sjálfri mér“

Pressan
26.08.2020

„Faðir minn er í öndunarvél og því get ég ekki breytt,“ segir í lesandabréfi sem ung ítölsk kona, Martina að nafni, skrifaði í ítalska dagblaðið Corriere Della Sera. Bréfið hefur vakið mikla athygli á Ítalíu þar sem heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur haft mikil áhrif. Í því kemur fram að hún hafi farið á diskótek og ekki gætt að sér. Það hafði síðan Lesa meira

Afhjúpa 30 ára gamlan kynlífssöfnuð – „Við áttum að kalla hann lækninn“

Afhjúpa 30 ára gamlan kynlífssöfnuð – „Við áttum að kalla hann lækninn“

Pressan
23.07.2020

„Hann“ eða „læknirinn“. Það var það eina sem konurnar máttu kalla hann. Konurnar sem um ræðir lentu í klóm dularfulls söfnuðar sem 77 ára karlmaður stýrir. Segja konurnar að um kynlífssöfnuð hafi verið að ræða. Upp komst um söfnuðinn um helgina þegar ítalska lögreglan lét til skara skríða gegn honum eftir tveggja ára rannsókn á Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af