fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

hryðjuverk

Leiðtogi Talibana lét eftir sig líftryggingu og fasteignir

Leiðtogi Talibana lét eftir sig líftryggingu og fasteignir

Pressan
27.12.2020

Þann 21. maí 2016 var Akhtar Mansour, leiðtogi Talibana, drepinn í árás nærri bænum Ahmad Wal í Baluschistan-héraðinu í Pakistan. Auk hans lést ökumaður hans í árásinni. Það voru Bandaríkjamenn sem gerðu árásina með drónum en það staðfesti John Kerry, þáverandi utanríkisráðherra, daginn eftir. Hann sagði að Barack Obama, þáverandi forseti, hefði gefið fyrirskipun um árásina. Ekki hefur verið skýrt frá því opinberlega hvernig Bandaríkjamönnum tókst Lesa meira

Austurríkismenn vilja halda hryðjuverkamönnum í fangelsi ævilangt

Austurríkismenn vilja halda hryðjuverkamönnum í fangelsi ævilangt

Pressan
13.11.2020

Austurríska ríkisstjórnin vill gera lagabreytingu þannig að dómstólar hafi möguleika á að halda hryðjuverkamönnum í fangelsi eins lengi og þeir eru taldir hættulegir. Þetta gerist í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar í Vín þar sem tvítugur öfgasinnaður múslimi myrti fjóra áður en lögreglan skaut hann til bana. Maðurinn hafði áður verið dæmdur í 22 mánaða fangelsi fyrir tilraunir til að Lesa meira

Öfgasinnaður íslamisti framdi hryðjuverkið í Vín

Öfgasinnaður íslamisti framdi hryðjuverkið í Vín

Pressan
03.11.2020

Karl Nehammer, innanríkisráðherra Austurríkis, hélt fréttamannafund fyrir stundu þar sem hann sagði meðal annars að hryðjuverkamaðurinn, sem lögreglan skaut til bana í gærkvöldi, hafi verið með sprengjubelti og hafi verið stuðningsmaður hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við Íslamska ríkið. Hann var þungvopnaður að sögn ráðherrans. Hann sagði einnig að talið væri að fleiri hafi verið að verki Lesa meira

Bóksalinn frá Brønshøj dæmdur til dauða

Bóksalinn frá Brønshøj dæmdur til dauða

Pressan
03.11.2020

Said Mansour, einnig þekktur sem „Bóksalinn frá Brønshøj“ var sviptur dönskum ríkisborgararétti eftir hryðjuverkamál árið 2015. Hann var þá sakfelldur fyrir að hvetja til hryðjuverka og heilags stríðs.  Landsréttur svipti hann ríkisborgararétti og dæmdi hann í fjögurra ára fangelsi og að honum skyldi vísað úr landi fyrir fullt og allt. Hæstiréttur staðfesti þennan dóm síðar. Í janúar á Lesa meira

Hryðjuverk í Vín – Þrír látnir og 14 særðir – Eins hryðjuverkamanns leitað

Hryðjuverk í Vín – Þrír látnir og 14 særðir – Eins hryðjuverkamanns leitað

Pressan
03.11.2020

Þrír eru látnir eftir hryðjuverkaárásina í Vín í Austurríki í gærkvöldi. Einn hinna látnu er einn hryðjuverkamannanna en lögreglan skaut hann til bana. Fjórtán eru særðir. Innanríkisráðherra landsins segir að enn sé leitað að einum eða fleiri árásarmönnum. Árásin hófst um klukkan 20 við Schwedenplatz í miðborginni en þar nærri er meðal annars bænahús gyðinga. Karl Nehammer, innanríkisráðherra, Lesa meira

13 og 14 ára börn tilbúin til hryðjuverka og styðja nasista

13 og 14 ára börn tilbúin til hryðjuverka og styðja nasista

Pressan
11.10.2020

Það er óhætt að segja að óhugnanleg þróun hafi átt sér stað í Bretlandi varðandi öfgahyggju. Þar eru nú dæmi um að börn allt niður í 13 ára lýsi sig reiðubúin til að fremja hryðjuverk eða ofbeldisverk í pólitískum eða hugmyndafræðilegum tilgangi. Þetta kom fram nýlega þegar Neil Basu, yfirmaður and-hryðjuverkadeildar Lundúnalögreglunnar, kom fyrir réttarfarsnefnd þingsins. Hann sagði Lesa meira

Stærsta lygi 11. september – Saga Tania

Stærsta lygi 11. september – Saga Tania

Pressan
20.09.2020

Í sex ár sagði Tania Head sögu sína og í þessi sex ár komst fólk við þegar það heyrði hana. Hún hafði fyrir eitthvað kraftaverk náð að komast út úr suðurturni World Trade Center eftir að farþegaflugvél var flogið inn í hann þann 11. september 2001. Hún lifði af en unnusti hennar komst ekki út úr byggingunni. Í sex ár sagði hún frá þessari Lesa meira

Norskur ríkisborgari er talinn tengjast einum skelfilegustu hryðjuverkasamtökum níunda áratugarins

Norskur ríkisborgari er talinn tengjast einum skelfilegustu hryðjuverkasamtökum níunda áratugarins

Pressan
19.09.2020

Frá 1991 hefur maður nokkur búið í Skien í Noregi. Hann var nýlega handtekinn að beiðni franskra yfirvalda sem gruna hann um aðild að mannskæðri hryðjuverkaárás í París 1982. Maðurinn er talinn hafa verið í hryðjuverkahópi sem var kenndur við Abu Nidal en hann stóð fyrir hryðjuverkum í 20 löndum og varð um 900 manns að bana. Það var síðdegis Lesa meira

Anders Breivik sækir um reynslulausn

Anders Breivik sækir um reynslulausn

Pressan
17.09.2020

Norski hryðjuverkamaðurinn Anders Breivik hefur sótt um reynslulausn úr fangelsi en hann afplánar nú 21 árs dóm fyrir hryðjuverk í Osló og á Útey þann 22. júlí 2011 þegar hann myrti 77 manns. 69 skaut hann til bana á Útey, aðallega ungmenni. Þann 24. ágúst 2012 var hann dæmdur í vistun í fangelsi, að lágmarki skal hann afplána 10 ár. Það Lesa meira

Dæmdur í 40 lífstíðarfangelsi fyrir fjöldamorð

Dæmdur í 40 lífstíðarfangelsi fyrir fjöldamorð

Pressan
10.09.2020

Aðfaranótt nýársdags 2017 gekk Abdulkadir Masharipov inn á næturklúbb í Istanbúl í Tyrklandi og skaut 39 manns til bana. Hann er talinn vera félagi í hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við Íslamska ríkið. Á mánudaginn dæmdi tyrkneskur dómstóll hann í 40 lífstíðarfangelsi fyrir ódæðið. Masharipov, sem er frá Úsbekistan, var sakfelldur fyrir 39 morð og eina morðtilraun. Hann var því dæmdur Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af