fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024

heimsfaraldur kórónuveiru

Telur að bóluefni gegn kórónuveirunni verði tilbúið snemma á næsta ári

Telur að bóluefni gegn kórónuveirunni verði tilbúið snemma á næsta ári

Pressan
26.10.2020

Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýskalands, telur að að bóluefni gegn kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, verði tilbúið í upphafi næsta árs og að hægt verði að bólusetja stóran hluta þýsku þjóðarinnar innan sjö mánaða. Þetta sagði hann í samtali við Der Spiegel. Hann sagði jafnframt að Þýskalandi geti selt eða jafnvel gefið afgang af bóluefninu til annarra ríkja. „Auðvitað er best Lesa meira

Há dánartíðni í Bandaríkjunum – Tæplega 300.000 fleiri en vænta mátti

Há dánartíðni í Bandaríkjunum – Tæplega 300.000 fleiri en vænta mátti

Pressan
25.10.2020

Frá því í mars hafa fleiri látist í Bandaríkjunum en vænta mátti. Þetta sýna tölur frá heilbrigðisyfirvöldum. Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur geisað á þessum tíma og hefur sína áhrif á þetta en dauðsföllin eru nú orðin tæplega 300.000 fleiri en heilbrigðisyfirvöld áttu von á. Bandaríska smitsjúkdómastofnunin, CDC, telur að frá 26. janúar til 3. október hafi 299.028 Lesa meira

Gríðarlegur taprekstur flugfélaga – Sex milljarðar á dag

Gríðarlegur taprekstur flugfélaga – Sex milljarðar á dag

Pressan
23.10.2020

Það er ekki auðvelt að reka flugfélag þessa dagana í miðjum heimsfaraldri kórónuveirunnar og það sýna afkomutölur flugfélaganna vel. American Airlines, Britisth Airways og Lufthansa hafa öll kynnt gríðarlegt tap að undanförnu vegna heimsfaraldursins. American Airlines tapaði sem nemur sex milljörðum íslenskra króna daglega á þriðja ársfjórðungi. Þetta er þó betri niðurstaða en á öðrum ársfjórðungi þegar tapið var sem nemur tæpum Lesa meira

Iðnaður gæti orðið helsti drifkraftur viðspyrnu eftir heimsfaraldurinn

Iðnaður gæti orðið helsti drifkraftur viðspyrnu eftir heimsfaraldurinn

Eyjan
23.10.2020

Frá því að heimsfaraldur kórónuveirunnar skall á hefur starfsfólki fækkað í öllum þremur megingreinum iðnaðarins samkvæmt greiningu Samtaka iðnaðarins. Þessar megingreinar eru mannvirkjagerð, framleiðsluiðnaður og hugverkaiðnaður. Höggið er minna nú en í fyrri niðursveiflum vegna þeirra aðgerða sem stjórnvöld hafa gripið til. Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að ef rétt verður haldið á spöðunum geti Lesa meira

Rúmlega 100.000 Kaliforníubúar hafa keypt sér skotvopn vegna COVID-19

Rúmlega 100.000 Kaliforníubúar hafa keypt sér skotvopn vegna COVID-19

Pressan
22.10.2020

Rúmlega 100.000 Kaliforníubúar hafa keypt sér skotvopn síðan heimsfaraldur kórónuveirunnar braust út og eru þetta viðbrögð fólksins við faraldrinum. Tæplega helmingur þeirra var að kaupa sér skotvopn í fyrsta sinn. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu. Sérfræðingar hafa áhyggjur af að þetta muni hafa í för með sér aukna hættu á sjálfsvígum og ofbeldisverkum á heimilum. The Guardian skýrir Lesa meira

Lág dánartíðni af völdum COVID-19 á Indlandi vekur undrun – Tengist það beinbrunasótt?

Lág dánartíðni af völdum COVID-19 á Indlandi vekur undrun – Tengist það beinbrunasótt?

Pressan
20.10.2020

Indverjar hafa að undanförnu aflétt sumum af þeim sóttvarnaraðgerðum sem gripið hefur verið til vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Nú er verið að opna samfélagið á nýjan leik í áföngum. Fjöldi smitaðra hefur farið lækkandi síðustu daga og margir hafa jafnað sig af COVID-19. En yfirvöld eru á tánum og óttast að faraldurinn blossi upp á nýjan leik Lesa meira

Myndbandið sem allir vilja sjá – Bóluefni gegn kórónuveirunni komið í framleiðslu

Myndbandið sem allir vilja sjá – Bóluefni gegn kórónuveirunni komið í framleiðslu

Pressan
19.10.2020

Jólin verða erfið þetta árið en fleiri en eitt bóluefni gegn kórónuveirunni ættu að vera tilbúin til notkunar á næstu þremur til sex mánuðum segir Sir Jeremy Farrar, formaður Wellcome Trust og læknir. Hann á sæti í bresku vísindanefndinni sem er stjórnvöldum til ráðgjafar, til dæmis um heimsfaraldur kórónuveirunnar. Sky News skýrir frá þessu og hefur eftir honum að hann telji að á Lesa meira

Mikill samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda í heimsfaraldrinum

Mikill samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda í heimsfaraldrinum

Pressan
18.10.2020

Vegna umfangsmikilla sóttvarnaraðgerða, sem gripið var til víða um heim þegar heimsfaraldur kórónuveirunnar braust út í byrjun árs, dróst losun á CO2 saman um 40 prósent á fyrri árshelmingi 2020 samanborið við sama tíma í fyrra. Þetta er mesti samdráttur sem um getur. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn alþjóðlegs hóps vísindamanna. Þeir komust að þeirri niðurstöðu Lesa meira

Ný rannsókn – Víða hærri dánartíðni í vor en vænta mátti

Ný rannsókn – Víða hærri dánartíðni í vor en vænta mátti

Pressan
18.10.2020

Á nokkrum mánuðum, á meðan fyrst bylgja kórónuveirufaraldursins reið yfir, létust fleiri en vænta mátti í 21 ríki. Samtals var um 206.000 umframdauðsföll að ræða. Þetta kemur fram í rannsókn sem birt var í vísindaritinu Nature Medicine á miðvikudaginn. Vísindamenn skoðuðu dánartíðni í 21 ríki frá miðjum febrúar fram til loka maí. Í 11 ríkjum létust mjög fáir Lesa meira

WHO segir hugmyndir um hjarðónæmi ósiðlegar

WHO segir hugmyndir um hjarðónæmi ósiðlegar

Pressan
14.10.2020

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO segir að þeirri hugmynd hafi skotið upp hjá sumum að leyfa eigi kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, að fara óheft um samfélög heims til að hægt verði að mynda hjarðónæmi. Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO, segir að það sé „ósiðlegt“ að láta veiruna vera stjórnlausa í þessu skyni. Þetta sagði hann á fréttamannafundi á mánudaginn. Hann sagði ekki hver, hverjir eða Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af