fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025

Hafnarfjörður

Hafnfirðingar biðja þingmenn sína um að kynna sér Coda Terminal

Hafnfirðingar biðja þingmenn sína um að kynna sér Coda Terminal

Fréttir
25.09.2024

Hópur íbúa í Hafnarfirði sem mótmælt hefur verkefninu Coda Terminal, sem hefur reynst afar umdeilt, hvetur alla þingmenn Suðvesturkjördæmis til að kynna sér verkefnið betur og segja skorta verulega á að málið hafi verið rætt gaumgæfilega. Verkefnið, sem er á vegum fyrirtækisins Carbfix sem er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur, gengur í stuttu máli út á Lesa meira

Skemmdarverk á leikskóla í Hafnarfirði og fáni fjölbreytileikans tættur – „Fáni sem er táknmynd umburðarlyndis í samfélagi okkar vanvirtur“

Skemmdarverk á leikskóla í Hafnarfirði og fáni fjölbreytileikans tættur – „Fáni sem er táknmynd umburðarlyndis í samfélagi okkar vanvirtur“

Fréttir
16.09.2024

Skemmdarverk voru unnin á lóð leikskólans Víðivöllum í Hafnarfirði. Meðal annars var fáni fjölbreytileikans rifinn og tættur. Starfsfólk leikskólans, sem er við götuna Miðvang í Norðurbæ Hafnarfjarðar, tók eftir skemmdarverkunum þegar það mætti til vinnu í morgun. Hafði fáni fjölbreytileikans verið rifinn og hann hengdur í tvennu lagi á grindverk við fjölfarinn gangstíg við leikskólann. Lesa meira

Strætó biður eigendur sína aftur um meiri pening

Strætó biður eigendur sína aftur um meiri pening

Fréttir
06.09.2024

Strætó b.s. hefur óskað eftir sérstöku fjárframlagi frá eigendum félagsins, sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Nemur heildarupphæðin 188 milljónum króna. Þetta er í annað sinn á innan við ári sem að Strætó óskar eftir auka fjárframlagi frá sveitarfélögunum. Í lok síðasta árs óskaði Strætó eftir því að sveitarfélögin leggðu því til tæplega 352 milljónir króna til að Lesa meira

Bindindismenn höfðu sigur gegn Hafnarfirði og þremur stjórnarmönnum – Fá að eiga Gúttó áfram

Bindindismenn höfðu sigur gegn Hafnarfirði og þremur stjórnarmönnum – Fá að eiga Gúttó áfram

Fréttir
03.09.2024

Hæstiréttur hefur hafnað að taka fyrir mál sem varðar kvöð yfir Gúttó, góðtemplarahúsinu í Hafnarfirði. Bindindismenn (IOGT) unnu málið gegn fyrrverandi stjórn Hafnarfjarðardeildar félagsins og Hafnarfjarðarbæ. Eignarhald hússins hafði verið fært yfir til bæjarins án þess að leggja það fyrir landsstjórn IOGT. DV greindi frá upphafi málsins í október á síðasta ári en þá hafði Lesa meira

Garðabær óskar eftir skýringum frá Hafnarfjarðarbæ vegna Coda Terminal – Gæti haft áhrif á grunnvatn í Garðabæ

Garðabær óskar eftir skýringum frá Hafnarfjarðarbæ vegna Coda Terminal – Gæti haft áhrif á grunnvatn í Garðabæ

Fréttir
30.08.2024

Skipulagsnefnd Garðabæjar hefur óskað eftir kynningu frá Hafnarfjarðarbæ um fyrirhugaðar framkvæmdir tengdar Coda Terminal, kolefnis niðurdælingarverkefni Carbfix. Framkvæmdin gæti haft áhrif á stöðu og ástand grunnvatns í Garðabæ. Mikið hefur verið fjallað um Coda Terminal verkefnið í fjölmiðlum. Fyrirhugað er að dæla koldíoxíði niður í jörðina sunnan við Vallahverfið í Hafnarfirði, bæði frá föngunarstöðvum hérlendis og erlendis. Gert er ráð fyrir stækkun Straumsvíkurhafnar Lesa meira

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti ekki íbúakosningu um Coda Terminal – „Leikhús fáránleikans kom oft upp í huga mínum á fundinum“

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti ekki íbúakosningu um Coda Terminal – „Leikhús fáránleikans kom oft upp í huga mínum á fundinum“

Eyjan
15.08.2024

Tillaga Jóns Inga Hákonarsonar, bæjarfulltrúa Viðreisnar, um að Coda Terminal verkefnið verði sent í íbúakosningu var vísað frá bæjarstjórn Hafnarfjarðar í gær og hún send í bæjarráð. Jón Ingi harmar þetta og segir það hafa verið súrrelískt að hlusta á fulltrúa Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Samfylkingar tala á fundinum. Fyrirhugað verkefni Coda Terminal, sem er á vegum Carbfix, hefur verið gríðarlega umdeilt. Snýst það um Lesa meira

Ragnar Þór sýnir myndir sem slá vopnin úr höndum ráðherra – „Eignarhald kennir ekki virðingu“

Ragnar Þór sýnir myndir sem slá vopnin úr höndum ráðherra – „Eignarhald kennir ekki virðingu“

Eyjan
10.08.2024

Ragnar Þór Pétursson, kennari og fyrrverandi formaður Kennarasambandsins, hafnar þeirri kenningu að eignarhald kenni börnum virðingu fyrir hlutum eins og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, heldur fram. Virðing kenni grunnskólabörnum virðingu og það sýnir hann með gögnum í færslu á samfélagsmiðlum. Harðlega gagnrýnd Áslaug Arna hefur verið harðlega gagnrýnd eftir að hún skrifaði pistil Lesa meira

Umdeild ráðning skólastjóra í Hafnarfirði – Náfrænka verðandi bæjarstjóra hreppti hnossið

Umdeild ráðning skólastjóra í Hafnarfirði – Náfrænka verðandi bæjarstjóra hreppti hnossið

Fréttir
30.07.2024

Talsverð ólga er í Hafnarfirði vegna ráðningar Dagnýjar Kristinsdóttur í starf skólastjóra Víðistaðaskóla á dögunum. Sjö umsækjendur voru um stöðuna, sem auglýst var þann 6. júní síðastliðinn, en þrír þeirra voru metnir hæfir til að gegna stöðunni. Að lokum þótti Dagný skara fram úr og var ráðin í stöðuna. Skákaði hún þar meðal annars Guðbjörgu Lesa meira

Guðni spyr hvort Ísland verði stærsti ruslahaugur Evrópu

Guðni spyr hvort Ísland verði stærsti ruslahaugur Evrópu

Fréttir
25.07.2024

Guðni Ágústsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, segir það alls ekki vera einkamál Hafnarfjarðar, heldur allrar þjóðarinnar, ef fluttar verða inn milljónir tonna af koldíoxíði og þeim dælt ofan í jörðina hér á landi. Fyrirtækið Carbfix hyggst byggja hér upp móttöku- og förgunarmiðstöð fyrir C02 en ljóst er að verkefnið verður mjög umfangsmikið verði það að veruleika. Til dæmis þarf að reisa Lesa meira

Aftur reynt að brjótast inn í hraðbankann á Völlunum – „Peningahólfið er mjög rammgert“

Aftur reynt að brjótast inn í hraðbankann á Völlunum – „Peningahólfið er mjög rammgert“

Fréttir
23.07.2024

Í nótt var reynt að brjótast inn í hraðbankann sem stendur við hliðina á veitingastaðnum Ban Kúnn á Tjarnarvöllum í Hafnarfirði. Í mars var keyrt á hann með lyftara í árangurslausri tilraun til að ná peningum. Hraðbankinn er ónýtur og verður ekki settur aftur upp og verða Vellirnir því hraðbankalausir. „Það er mánuður síðan hann Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af